Fatasöfnunargámar Rauða krossins fjarlægðir á næstu dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 15:03 Einhver hefur rótað í gámnum sem gleymdist að tæma í gær. Gámar Rauða krossins verða fjarlægðir af grenndarstöðvum í þessari eða næstu viku. Mynd/Facebook Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða kross Íslands segir stefnt á að fjarlægja alla fatasöfnunargáma Rauða krossins af grenndarstöðvum í þessari viku. Eftir það mun Sorpa sjá um fatasöfnun en Grænir skátar munu sjá um að tæma og hirða gámana fyrir Sorpu. Nýir gámar eru grænir og allir merktir fyrir textíl. „Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
„Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45