Enginn íslenskur frjálsíþróttamaður gerði nóg til að komast á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 17:13 Erna Sóley Gunnarsdóttir var næsti því að vera með 32 efstu í sinni grein. Getty/Dean Mouhtaropoulos Eigi Ísland að eiga keppendur í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París þá þarf Ísland að fá sérstakt boðsæti eða að einhverjar þjóðir að afþakki sæti sín vegna meiðsla eða annarra hluta. Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Árangur íslenska frjálsíþróttafólksins var ekki nógu góður til að fá farseðil á leikana í ár. Ísland hefur átt keppenda í frjálsum íþróttum á öllum Ólympíuleikum frá og með árinu 1912 og þetta yrðu því sögulegir Ólympíuleikar verði enginn Íslendingur meðal keppenda. Staðan er þessi vegna þess að enginn Íslendingur náði að vera nógu ofarlega á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins til að fá beint sæti í keppni leikanna. Ríkissjónvarpið segir frá þessu á vef sínum. Fimm íslenskir kastarar áttu raunhæfa möguleika á því að enda meðal 32 efstu í sinni grein á stigalistanum en eftir að lokalistinn var uppfærður þá kom í ljós að ekkert þeirra náði því. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var efst Íslendinga en hún er í 34. sæti eftir Íslandsmetið sitt um síðustu helgi. Hún var því bara tveimur sætum frá Ólympíusætinu. Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet með kasti upp á 17,91 metra. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir endaði í 36. sæti, sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í 37. sæti, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson í 37. sæti og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason var í 38. sæti á listanum. Íslendingarnir voru því tveimur til sex sætum frá því að komast beint inn á leikana. Það er enn smá von um að sæti detti inn. Ólympíunefndir allra þjóða þurfa núna að samþykkja eða hafna sæti síns fólks inn á leikana. Von íslenska frjálsíþróttafólksins er því að einhverjir keppendur fyrir ofan þau á stigalistanum afþakki boðið vegna meiðsla eða annarra hluta. Það gæti einnig farið svo að Ísland fái boðsæti til að vera með að minnsta kosti einn keppenda á leikunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira