„Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag“ Kári Mímisson skrifar 2. júlí 2024 22:50 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fékk langþráð stig í hús en vildi meira. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit. „Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar. Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu,“ sagði Gunnar. Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum,“ sagði Gunnar.
Besta deild kvenna Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira