Innlent

Albert neitaði sök

Árni Sæberg skrifar
Albert Guðmundsson er leikmaður Genúa á Ítalíu og íslenska landsliðsins, allavega stundum.
Albert Guðmundsson er leikmaður Genúa á Ítalíu og íslenska landsliðsins, allavega stundum. vísir/vilhelm

Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd.

Greint var frá því í gær að Héraðssaksóknari hefði gefið út ákæru á hendur Alberti eftir að hafa áður fellt mál hans niður. Það var gert á grundvelli þess að málið þætti ekki líklegt til sakfellingar. Ríkissaksóknari felldi þá ákvörðun úr gildi og beindi því til Héraðssaksóknara að gefa út ákæru.

Albert hefur staðfastlega neitað sök frá því að ung kona kærði hann fyrir kynferðisbrot í ágúst síðastliðnum. Síðan þá hefur hann ýmist mátt spila eða ekki mátt spila með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Nú þegar ákæra hefur verið gefin út og þingfest eru reglur KSÍ skýrar um að hann megi það ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×