Erlent

Á­kærður fyrir á­rásina á Mette Frederiksen

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Árásarmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að árásin átti sér stað.
Árásarmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að árásin átti sér stað. EPA/Olivier Matthys

Maðurinn sem réðst á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á Kolatorgi Kaupmannahafnar í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir árás á embættismann.

Danska ríkisútvarpið greinir frá því að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi Kaupmannahafnar þann sjötta og sjöunda ágúst næstkomandi. Hinn ákærði er 39 ára gamall pólskur maður og situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um að hafa kýlt ráðherrann fast í hægri upphandleg með þeim afleiðingum að hún missti jafnvægið og féll.

Forsætisráðherrann fékk vægan hálshnykk og var flutt á Rigshospitalet til skoðunar.

Árásarmaðurinn var undir miklum áhrifum áfengis og angaði af brennivíni þegar hann veittist að Mette. Hann var svo sljór að þurfti að aðstoða hann við að komast inn í lögreglubílinn. Hann man ekki mikið eftir árásinni.


Tengdar fréttir

Óttast að árásarmaðurinn flýi land

Dómari í héraðsdómi Kaupmannahöfn hefur ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem ákærður er fyrir að hafa veist að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þann sjöunda júní síðastliðinn um tvær vikur. Dómari segist óttast að hann muni flýja land.

Árásarmaðurinn segist ekkert hafa á móti Mette

Maðurinn sem sló Mette Frederiksen í Kaupmannahöfn í gærkvöldi segist ekkert hafa á móti henni og segir að hún sé „mjög góður forsætisráðherra.“ Það hafi jafnramt komið honum „skemmtilega á óvart“ að sjá hana á götunni.

Frederik­sen enn ekki með sjálfri sér eftir á­rásina

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist enn ekki með sjálfri sér eftir að karlmaður réðst á hana í Kaupmannahöfn á föstudag. Hún er sannfærð um að maðurinn hafi ráðist á sig sem forsætisráðherra og árásin hafi þannig í raun verið á alla Dani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×