Sveitastrákur mætir með byssuna sína á Ólympíuleikana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júlí 2024 21:05 Hákon Þór hefur keppni á Ólympíuleikunum í París föstudaginn 2. ágúst klukkan 09:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Smiður á Selfossi gerir lítið annað þessa dagana en að skjóta úr byssu og þá marga klukkutíma á dag. Ástæðan er einföld. Hann er að fara að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í París en hann mun keppa í haglabyssuskotfimi. Hér erum við að tala um sveitastrák úr Austur Húnavatnssýslu, nú búsettur á Selfossi,, sem heitir Hákon Þór Svavarsson en hann hefur haldið sig meira og minna síðustu mánuði á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands rétt við Þorlákshöfn við æfingar með því að skjóta leirdúfur með sérstökum tæknibúnaði. „Þetta er raddstýribúnaður svo ég geti verið einn að æfa. Ég ýti bara á takka og gefa frá mér eitthvað hljóð og þá koma dúfurnar. Við eigum að skjóta 125 skotum á Ólympíuleikunum og það eru 25 skot í hverri umferð og það eru sex saman í hverjum hóp. Við byrjum á palli eitt, fyrsti klárar hann og svo bara koll af kolli,” segir Hákon Þór. Og allir keppendur í skotfiminni eru atvinnumenn nema Hákon Þór. „Og það má ekkert klikka, ef þú ætlar að komast í úrslit þá máttu helst bara klikka á einu skoti,” bætir hann við. Um 600 félagsmenn eru í Skotíþróttafélagi Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar Hákon Þór helst hvað hann er góður og hittinn með byssuna? „Ætli það sé ekki bara þrjóska og æfa mikið og svo er maður náttúrulega með gott fólk í kringum sig, þú gerir ekkert án þess.” Hákon hefur keppni á Ólympíuleikunum 2. ágúst klukkan níu um morgunin og hann mun líka keppa 3. ágúst. Heldur þú að þú farir ekki að skæla þegar þjóðsöngurinn verður sungin? „Alveg pottþétt, það verður bara stórt handklæði með svona til öryggis,” segir hann og skellihlær. Og byssan, sem Hákon Þór mun skjóta úr er fullkominn og góð, enda kostaði hún um tvær milljónir króna. Fjölskylda Ólympíufarans ætla að fylgja honum til París og eiginkonan er að sjálfsögðu að rifna úr stolti yfir sínum manni. „Hann er bara duglegur, röskur og samviskusamur,” segir Birna Jóhanna Sævarsdóttir, eiginkona Hákons Þórs og kennari á Selfossi. Hákon Þór Svavarsson skotíþróttamaður og Ólympíufari, ásamt eiginkonu sinni, Birnu Jóhönnu Sævarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamaður fékk að skjóta úr byssunni hjá Hákoni Þór en hitti ekki leirdúfuna, sem átti að skjóta.Aðsend Árborg Skotvopn Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Hér erum við að tala um sveitastrák úr Austur Húnavatnssýslu, nú búsettur á Selfossi,, sem heitir Hákon Þór Svavarsson en hann hefur haldið sig meira og minna síðustu mánuði á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands rétt við Þorlákshöfn við æfingar með því að skjóta leirdúfur með sérstökum tæknibúnaði. „Þetta er raddstýribúnaður svo ég geti verið einn að æfa. Ég ýti bara á takka og gefa frá mér eitthvað hljóð og þá koma dúfurnar. Við eigum að skjóta 125 skotum á Ólympíuleikunum og það eru 25 skot í hverri umferð og það eru sex saman í hverjum hóp. Við byrjum á palli eitt, fyrsti klárar hann og svo bara koll af kolli,” segir Hákon Þór. Og allir keppendur í skotfiminni eru atvinnumenn nema Hákon Þór. „Og það má ekkert klikka, ef þú ætlar að komast í úrslit þá máttu helst bara klikka á einu skoti,” bætir hann við. Um 600 félagsmenn eru í Skotíþróttafélagi Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar Hákon Þór helst hvað hann er góður og hittinn með byssuna? „Ætli það sé ekki bara þrjóska og æfa mikið og svo er maður náttúrulega með gott fólk í kringum sig, þú gerir ekkert án þess.” Hákon hefur keppni á Ólympíuleikunum 2. ágúst klukkan níu um morgunin og hann mun líka keppa 3. ágúst. Heldur þú að þú farir ekki að skæla þegar þjóðsöngurinn verður sungin? „Alveg pottþétt, það verður bara stórt handklæði með svona til öryggis,” segir hann og skellihlær. Og byssan, sem Hákon Þór mun skjóta úr er fullkominn og góð, enda kostaði hún um tvær milljónir króna. Fjölskylda Ólympíufarans ætla að fylgja honum til París og eiginkonan er að sjálfsögðu að rifna úr stolti yfir sínum manni. „Hann er bara duglegur, röskur og samviskusamur,” segir Birna Jóhanna Sævarsdóttir, eiginkona Hákons Þórs og kennari á Selfossi. Hákon Þór Svavarsson skotíþróttamaður og Ólympíufari, ásamt eiginkonu sinni, Birnu Jóhönnu Sævarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamaður fékk að skjóta úr byssunni hjá Hákoni Þór en hitti ekki leirdúfuna, sem átti að skjóta.Aðsend
Árborg Skotvopn Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira