Íslenski boltinn

Sjáðu sex­tán ára stelpu koma meisturunum til bjargar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur fögnuðu Ragnheiði Þórunni vel eftir markið hennar.
Valskonur fögnuðu Ragnheiði Þórunni vel eftir markið hennar. Stöð 2 Sport

Valskonur komust upp að hlið Breiðabliki í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir sigur á Þrótti í gær en það munaði ekki miklu að Íslandsmeistararnir töpuðu stigum.

Staðan var enn markalaus þegar komið var fram á 90. mínútu en þá kom yngsti leikmaður Valsliðsins til bjargar.

Hin sextán ára gamla Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir fékk fyrirgjöf frá Önnu Rakel Pétursdóttir, lagði hann fyrir sig með lærinu og afgreiddi boltann svo í markið.

Frábær afgreiðsla hjá Ragnheiði Þórunni og hennar annað mark fyrir Val í sumar.

Ragnheiður Þórunn kom til Vals frá Haukum fyrir tímabilið en hún heldur ekki upp á sautján ára afmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi.

Hér fyrir neðan má sjá þetta mikilvæga mark sem og sigurmark FH í leik liðsins á móti Þór/KA fyrir norðan. Það var Ída Marín Hermannsdóttir sem tryggði FH-stelpum öll stigin. Ída bæði fiskaði vítið og skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.

Klippa: Mark Vals á móti Þrótti
Klippa: Mark FH á móti Þór/KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×