„Miklar tilfinningasveiflur sem tóku við“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 10:00 Elín Klara er ein af okkar fremstu handboltakonum. Hún fór mikinn með liði Íslands, skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri, á HM á dögunum og ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi öflugi leikmaður, sem leikur fyrir Hauka hér heima, heldur út í atvinnumennskuna. Vísir / Einar Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í úrvalslið HM í handbolta fyrst íslenskra kvenna á dögunum eftir frábæra frammistöðu með undir tuttugu ára landsliði Íslands sem náði besta árangri íslensks kvennalandsliðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Íslands á mótinu einstakan. Persónuleg frammistaða Elínar, sem er leikmaður Hauka, á HM mun án efa varpa kastljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í atvinnumennsku alveg strax. „Maður er alveg enn þá svolítið hátt uppi. Við erum svo til nýkomnar heim frá Norður-Makedóníu. Þetta var alveg frábær lífsreynsla og ég held að við séum allar sáttar með þennan árangur,“ segir Elín Klara og stelpurnar sem mynduðu þetta undir tuttugu ára landslið Íslands geta svo sannarlega verið stoltar af sinni framgöngu á HM. Geta unnið stóru liðin Ísland endaði í sjöunda sæti á HM, besti árangur íslensks kvennalandsliðs á stórmóti í sögunni, en við skulum ekki gleyma því að stelpurnar okkar voru ekki langt frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins og þar með leik um medalíu á mótinu. Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri, á góðri stundu á HMMynd: HSÍ Því að í átta liða úrslitunum mættust lið Íslands og Evrópumeistara Ungverjalands þar, leikur sem að kjarnaði baráttuna sem býr í íslenska liðinu því eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik vann Ísland sig til baka inn í leikinn og þvingaði fram framlengingu. Þar reyndust Ungverjarnir hlutskarpari en íslenska liðið var ekki langt frá því að slá Evrópumeistarana úr leik. „Í þessum leik mættum við svolítið undir í seinni hálfleik en náum einhvern veginn að jafna þetta. Rosalegur leikur og ótrúlega skemmtilegur. Ég þori hins vegar alveg að halda því fram að í þessi topp átta sæti á mótinu eru bara skipuð liðum sem eru mjög jöfn. Flestir leikir á milli þeirra að enda með eins eða tveggja marka mun í aðra hvora áttina. Þetta er alveg hnífjafnt þarna uppi og við sáum þarna að við eigum séns í öll þessi lið.“ Niðurstaðan sjöunda sæti, besti árangur íslensks kvennalandsliðs á stórmóti. Var árangurinn sem þið náðuð á þessu móti yfir þeim væntingum sem þið höfðuð fyrir mót? „Nei, kannski ekki. Það gekk náttúrulega ótrúlega vel. Margt sem að gekk upp hjá okkur. Fyrir HM tókum við þátt á æfingamóti og ég tel að það hafi hjálpað okkur svolítið. Við tókum þar einmitt æfingaleik á móti Rúmeníu, sem hefur yfir að skipa mjög sterku liði, og þar sáum við að við höfum það alveg í okkur að geta unnið þessi stóru lið. Ég held að það hafi svo hjálpað okkur mikið á HM. Við fórum inn í þetta mót fullar af trú. Það gekk bara frekar vel verð ég að segja.“ Geta gengið stoltar frá borði Nýafstaðið heimsmeistaramót var síðasta stórmótið hjá góðum kjarna liðsins með undir tuttugu ára landsliðinu og hafa vináttuböndin sem myndast hafa milli leikmanna liðsins orðið mjög sterk. „Við erum búnar að vera saman á þessari vegferð undanfarin fjögur ár. Þetta er alveg einstakur hópur. Liðsheildin og samheldnin í liðinu er frábær. Við erum allar ótrúlega góðar vinkonur. Liðsheildin skiptir ótrúlega miklu máli ef þú ætlar þér að ná góðum árangri. Í síðasta leik mótsins gegn Sviss vorum við allar orðnar ótrúlega þreyttar, á ellefta leik, og okkur langaði ótrúlega mikið að toppa árangurinn og ná sjöunda sæti mótsins. Ég er bara virkilega stolt af því að við höfum náð því og tekið leikinn. Það voru miklar tilfinningasveiflur sem tóku við eftir þann leik inn í klefa. Ég tel okkur geta gengið mjög stoltar frá borði.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði sem mun síðar á þessu ári taka þétt á Evrópumóti A-landsliða.Vísir/Anton Brink „Hefur stóra þýðingu upp á framhaldið að gera“ Sjálf var Elín Klara mögnuð á mótinu fyrir íslenska landsliðið. Hún varð tólfti markahæsti leikmaður mótsins með 40 mörk í átta leikjum en hún nýtti 67 prósent skota sinna. 29 af 40 mörkum hennar komu eftir gegnumbrot. Hún fiskaði líka sjö leikmenn af velli í tvær mínútur. Frammistaða sem sá til þess að hún var valin í úrvalslið mótsins. Lið sem enginn leikmaður íslensks kvennalandsliðs í handbolta frá upphafi hefur verið valinn í á HM. Hefur það einhverja þýðingu fyrir þig? „Já, algjörlega. Ég er mjög stolt af því. Þetta mót gekk bara mjög vel fyrir sig fyrir mig heilt yfir líkt og það gerði fyrir liðið. Þetta hefur alveg stóra þýðingu fyrir mig og er gaman upp á framhaldið að gera.“ Elín Klara í leik með HaukumVísir/Hulda Margrét Talandi um framhaldið þá ætti að þykja nokkuð ljóst að með frammistöðu sinni á HM hafi Elín Klara varpað kastljósinu á sjálfa sig. Elín er leikmaður Hauka í Olís deildinni og hefur síðastliðin tvö tímabil verið valin besti leikmaður deildarinnar. Stefnirðu að því að leika áfram á Íslandi á næsta tímabili eða ertu farin að horfa út fyrir landsteinana? „Mig langar mjög mikið að fara út en tek allavegana eitt tímabil í viðbót hér heima. Samhliða handboltanum er ég að stunda nám í vélaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og langar að reyna klára BS gráðuna í því. Stefnan er þó að fara út í atvinnumennsku. Eitt tímabil hér heima í viðbót allavegana og sjá svo til. Ég er alveg farin að hugsa þetta. Landslið kvenna í handbolta Haukar Olís-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
„Maður er alveg enn þá svolítið hátt uppi. Við erum svo til nýkomnar heim frá Norður-Makedóníu. Þetta var alveg frábær lífsreynsla og ég held að við séum allar sáttar með þennan árangur,“ segir Elín Klara og stelpurnar sem mynduðu þetta undir tuttugu ára landslið Íslands geta svo sannarlega verið stoltar af sinni framgöngu á HM. Geta unnið stóru liðin Ísland endaði í sjöunda sæti á HM, besti árangur íslensks kvennalandsliðs á stórmóti í sögunni, en við skulum ekki gleyma því að stelpurnar okkar voru ekki langt frá því að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins og þar með leik um medalíu á mótinu. Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri, á góðri stundu á HMMynd: HSÍ Því að í átta liða úrslitunum mættust lið Íslands og Evrópumeistara Ungverjalands þar, leikur sem að kjarnaði baráttuna sem býr í íslenska liðinu því eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik vann Ísland sig til baka inn í leikinn og þvingaði fram framlengingu. Þar reyndust Ungverjarnir hlutskarpari en íslenska liðið var ekki langt frá því að slá Evrópumeistarana úr leik. „Í þessum leik mættum við svolítið undir í seinni hálfleik en náum einhvern veginn að jafna þetta. Rosalegur leikur og ótrúlega skemmtilegur. Ég þori hins vegar alveg að halda því fram að í þessi topp átta sæti á mótinu eru bara skipuð liðum sem eru mjög jöfn. Flestir leikir á milli þeirra að enda með eins eða tveggja marka mun í aðra hvora áttina. Þetta er alveg hnífjafnt þarna uppi og við sáum þarna að við eigum séns í öll þessi lið.“ Niðurstaðan sjöunda sæti, besti árangur íslensks kvennalandsliðs á stórmóti. Var árangurinn sem þið náðuð á þessu móti yfir þeim væntingum sem þið höfðuð fyrir mót? „Nei, kannski ekki. Það gekk náttúrulega ótrúlega vel. Margt sem að gekk upp hjá okkur. Fyrir HM tókum við þátt á æfingamóti og ég tel að það hafi hjálpað okkur svolítið. Við tókum þar einmitt æfingaleik á móti Rúmeníu, sem hefur yfir að skipa mjög sterku liði, og þar sáum við að við höfum það alveg í okkur að geta unnið þessi stóru lið. Ég held að það hafi svo hjálpað okkur mikið á HM. Við fórum inn í þetta mót fullar af trú. Það gekk bara frekar vel verð ég að segja.“ Geta gengið stoltar frá borði Nýafstaðið heimsmeistaramót var síðasta stórmótið hjá góðum kjarna liðsins með undir tuttugu ára landsliðinu og hafa vináttuböndin sem myndast hafa milli leikmanna liðsins orðið mjög sterk. „Við erum búnar að vera saman á þessari vegferð undanfarin fjögur ár. Þetta er alveg einstakur hópur. Liðsheildin og samheldnin í liðinu er frábær. Við erum allar ótrúlega góðar vinkonur. Liðsheildin skiptir ótrúlega miklu máli ef þú ætlar þér að ná góðum árangri. Í síðasta leik mótsins gegn Sviss vorum við allar orðnar ótrúlega þreyttar, á ellefta leik, og okkur langaði ótrúlega mikið að toppa árangurinn og ná sjöunda sæti mótsins. Ég er bara virkilega stolt af því að við höfum náð því og tekið leikinn. Það voru miklar tilfinningasveiflur sem tóku við eftir þann leik inn í klefa. Ég tel okkur geta gengið mjög stoltar frá borði.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði sem mun síðar á þessu ári taka þétt á Evrópumóti A-landsliða.Vísir/Anton Brink „Hefur stóra þýðingu upp á framhaldið að gera“ Sjálf var Elín Klara mögnuð á mótinu fyrir íslenska landsliðið. Hún varð tólfti markahæsti leikmaður mótsins með 40 mörk í átta leikjum en hún nýtti 67 prósent skota sinna. 29 af 40 mörkum hennar komu eftir gegnumbrot. Hún fiskaði líka sjö leikmenn af velli í tvær mínútur. Frammistaða sem sá til þess að hún var valin í úrvalslið mótsins. Lið sem enginn leikmaður íslensks kvennalandsliðs í handbolta frá upphafi hefur verið valinn í á HM. Hefur það einhverja þýðingu fyrir þig? „Já, algjörlega. Ég er mjög stolt af því. Þetta mót gekk bara mjög vel fyrir sig fyrir mig heilt yfir líkt og það gerði fyrir liðið. Þetta hefur alveg stóra þýðingu fyrir mig og er gaman upp á framhaldið að gera.“ Elín Klara í leik með HaukumVísir/Hulda Margrét Talandi um framhaldið þá ætti að þykja nokkuð ljóst að með frammistöðu sinni á HM hafi Elín Klara varpað kastljósinu á sjálfa sig. Elín er leikmaður Hauka í Olís deildinni og hefur síðastliðin tvö tímabil verið valin besti leikmaður deildarinnar. Stefnirðu að því að leika áfram á Íslandi á næsta tímabili eða ertu farin að horfa út fyrir landsteinana? „Mig langar mjög mikið að fara út en tek allavegana eitt tímabil í viðbót hér heima. Samhliða handboltanum er ég að stunda nám í vélaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og langar að reyna klára BS gráðuna í því. Stefnan er þó að fara út í atvinnumennsku. Eitt tímabil hér heima í viðbót allavegana og sjá svo til. Ég er alveg farin að hugsa þetta.
Landslið kvenna í handbolta Haukar Olís-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira