Meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2024 12:26 Samkvæmt könnuninni telja 55,3 prósent Íslendinga mikilvægt að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði teknar upp á ný. Grafík/Sara Meirihluti þjóðarinnar vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira
Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira