Fulltrúar sérhagsmuna létu formanninn einan um orðið Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2024 13:11 Sigurður Kári Kristjánsson var formaður hópsins. Vísir/Sigurjón/Baldur Engin samstaða náðist um niðurstöður innan starfshóps um veðmálastarfsemi á Íslandi. Formaður hópsins segir aðgerðarleysi ekki gagnast neinum, nema íslensku sérleyfishöfunum og erlendu fyrirtækjunum með ólöglega starfsemi hér á landi. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30