Körfubolti

Jontay Porter fer fyrir dóm og mun játa veðmálasvindlið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jontay Porter í leik gegn Charlotte Hornets fyrr á tímabilinu. Hann mun aldrei aftur leika í NBA deildinni.
Jontay Porter í leik gegn Charlotte Hornets fyrr á tímabilinu. Hann mun aldrei aftur leika í NBA deildinni. Cole Burston/Getty Images

Jontay Porter var fyrr á árinu dæmdur í ævilangt bann frá NBA deildinni vegna brota gegn veðmálareglum. Hann fer fyrir dóm í næstu viku og er sagður ætla að játa sök.

Haft er eftir heimildum Reuters að fjórir menn séu ákærðir í málinu fyrir samsæri til veðmálasvindls. Jontay Porter er talinn meðsekur, hann hafi í tveimur leikjum viljandi ekki spilað af fullri getu og svo látið skipta sér út af vegna tilbúinna meiðsla.

Ákæruliðir hafa ekki verið gerðir opinberir en Porter og mennirnir fjórir, Ammar Awawdeh, Timothy McCormack, Mahmud Mollah and Long Phi Pham, verða dregnir fyrir dóm næsta miðvikudag. 

Talið er að mennirnir hafi grætt meira en milljón dollara fyrir að veðja á að Porter myndi ekki ná ákveðnum takmörkum. Porter veðjaði ekki sjálfur á leikina tvo þar sem hann er sakaður um að hafa spilað viljandi undir getu.

Hann lagði hins vegar undir á þrettán aðra leiki, þar með talið í eitt skipti að hans eigið lið, Toronto Raptors, myndi tapa. Greint er frá því að Porter muni játa sök.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×