Andrea og Arnar langfyrst á Akureyri Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 21:11 Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir halda áfram að raka inn verðlaunum en þau urðu einnig Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi í þessari viku. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR kom fyrst kvenna í mark og setti persónulegt met á Íslandsmeistaramótinu í hálfu maraþoni á Akureyri. Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla. Aðeins ein íslensk kona hefur hlaupið hálft maraþon hraðar en Andrea gerði í kvöld. Mótið er hluti af Akureyrarhlaupinu þar sem einnig er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupum. Þau Andrea og Arnar urðu einmitt Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi í Ármannshlaupinu á þriðjudaginn. Hlaupi sem að vísu reyndist svo örlítið styttra en 10 kílómetrar. Andrea vann hálfmaraþonið í kvöld á tæplega einni klukkustund og sextán mínútum, eða 1:15:59. Hún hljóp fyrstu fimm kílómetrana á 17 mínútum og 22 sekúndum, og var á 39:05 eftir 11 kílómetra og 57:11 eftir 16 kílómetra. Andrea, sem fer ekki í hlaupaskó hér á landi án þess að vinna gull, hafði áður hlaupið hálft maraþon hraðast á 1:17:42 klukkustund og bætti sinn besta tíma því talsvert. Aðeins ólympíufarinn Martha Ernstsdóttir hefur hlaupið hálft maraþon hraðar, af íslenskum konum. Íslandsmet Mörthu var ekki í hættu í kvöld en það er 1:11:40 og hefur staðið frá árinu 1996. Önnur í mark í kvöld kom Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH á 1:19:47 eða 3 mínútum og 48 sekúndum á eftir Andreu. Íris Anna Skúladóttir úr FH vann svo bronsverðlaun á 1:24:11. Arnar bætti Íslandsmeistaratitli í safnið Hinn sigursæli Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla í hálfu maraþoni, en hann hljóp á 1:08:50 klukkustund og varð 4 mínútum og 23 sekúndum á undan næsta manni, Stefáni Kára Smárasyni, einnig úr Breiðabliki. Jörundur Frímann Jónasson úr Ungmennafélagi Akureyrar fékk brons en hann kom í mark aðeins 22 sekúndum á eftir Stefáni Kára. Í 10 km hlaupi karla vann Guðmundur Daði Guðlaugsson úr Ungmennafélagi Njarðvíkur sigur, á 34:48 mínútum. Heimakonan Anna Berglind Pálmadóttir vann 10 km hlaup kvenna á 37:40. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir vann 5 km hlaup kvenna á 17:54 mínútum og Stefán Pálsson úr Ármanni vann 5 km hlaup karla á 17:27 mínútum. Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Í beinni: Fiorentina - Empoli | Gerir Albert löndum sínum greiða? Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Almar Orri til Miami háskólans Spila allar í takkaskóm fyrir konur Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Mótið er hluti af Akureyrarhlaupinu þar sem einnig er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupum. Þau Andrea og Arnar urðu einmitt Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi í Ármannshlaupinu á þriðjudaginn. Hlaupi sem að vísu reyndist svo örlítið styttra en 10 kílómetrar. Andrea vann hálfmaraþonið í kvöld á tæplega einni klukkustund og sextán mínútum, eða 1:15:59. Hún hljóp fyrstu fimm kílómetrana á 17 mínútum og 22 sekúndum, og var á 39:05 eftir 11 kílómetra og 57:11 eftir 16 kílómetra. Andrea, sem fer ekki í hlaupaskó hér á landi án þess að vinna gull, hafði áður hlaupið hálft maraþon hraðast á 1:17:42 klukkustund og bætti sinn besta tíma því talsvert. Aðeins ólympíufarinn Martha Ernstsdóttir hefur hlaupið hálft maraþon hraðar, af íslenskum konum. Íslandsmet Mörthu var ekki í hættu í kvöld en það er 1:11:40 og hefur staðið frá árinu 1996. Önnur í mark í kvöld kom Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH á 1:19:47 eða 3 mínútum og 48 sekúndum á eftir Andreu. Íris Anna Skúladóttir úr FH vann svo bronsverðlaun á 1:24:11. Arnar bætti Íslandsmeistaratitli í safnið Hinn sigursæli Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla í hálfu maraþoni, en hann hljóp á 1:08:50 klukkustund og varð 4 mínútum og 23 sekúndum á undan næsta manni, Stefáni Kára Smárasyni, einnig úr Breiðabliki. Jörundur Frímann Jónasson úr Ungmennafélagi Akureyrar fékk brons en hann kom í mark aðeins 22 sekúndum á eftir Stefáni Kára. Í 10 km hlaupi karla vann Guðmundur Daði Guðlaugsson úr Ungmennafélagi Njarðvíkur sigur, á 34:48 mínútum. Heimakonan Anna Berglind Pálmadóttir vann 10 km hlaup kvenna á 37:40. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir vann 5 km hlaup kvenna á 17:54 mínútum og Stefán Pálsson úr Ármanni vann 5 km hlaup karla á 17:27 mínútum.
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Í beinni: Fiorentina - Empoli | Gerir Albert löndum sínum greiða? Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Almar Orri til Miami háskólans Spila allar í takkaskóm fyrir konur Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira