Körfubolti

Fundu strax nýjan Skvettubróður fyrir Steph Curry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Buddy Hield hefur verið á flakki síðustu ár en hér er hann að spila á móti Stephen Curry sem leikmaður Sacramento Kings.
Buddy Hield hefur verið á flakki síðustu ár en hér er hann að spila á móti Stephen Curry sem leikmaður Sacramento Kings. Getty/Daniel Shirey

Stóra fréttin í NBA deildinni í körfubolta frá því í gærkvöldi er að bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Golden State Warriors hafi samið við nýja stórskyttu.

Stephen Curry og Klay Thompson unnu saman fjóra NBA meistaratitla með Warriors og voru kallaðir Skvettubræður. Besta þriggja stiga bakvarðartvíeyki í sögu NBA.

Klay hefur nú yfirgefið Golden State og samið við Dallas Mavericks. Golden State var ekki lengi að finna nýjan Skvettubróður fyrir Steph Curry.

Félagið nældi í gær í skotbakvörðinn Buddy Hield í skiptum við Philadelphia 76ers. Hield fær tveggja ára samning sem skilar honum 21 milljón Bandaríkjadala í laun eða 2,9 milljarða íslenskra króna.

En af hverju tölum við um nýjan Skvettubróðir. Jú, Curry er í öðru sæti yfir flestar þriggja stiga körfur á síðustu fimm tímabili. Í fyrsta sæti er nýi liðsfélagi hans Buddy Hield.

Á síðasta tímabili þá var Buddy Hield með 12,1 stig, 3,2 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á 25,7 mínútum í leik. Hann skipti tímabilinu á milli 76ers og Indiana Pacers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×