Veður

Besta veðrið á­fram á Suð­vestur­landi

Árni Sæberg skrifar
Það gæti jafnvel verið til tilefni til þess að skella sér á Klambratún í dag.
Það gæti jafnvel verið til tilefni til þess að skella sér á Klambratún í dag. Vísir/Vilhelm

Norðlæg átt verður ráðandi í dag, víða gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar fimm til ellefu stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti ellefu til sextán stig að deginum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að svipað veður verði á morgun en þá dragi úr úrkomu norðan- og austanlands. Bjartviðri sunnan- og vestantil og hiti geti þar náð að 18 stigum þegar best lætur.

Fremur hæg breytileg átt verði á sunnudag og léttir smám saman til á Norðurlandi, en lítilsháttar væta fyrir austan. Áfram léttskýjað vestanlands og milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×