Hollendingar lentu undir en mæta Englandi Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 18:30 Hollendingar fara í undanúrslit eftir sigur á Tyrkjum í kvöld. Getty/Michael Kappeler Þrátt fyrir að lenda undir gegn Tyrkjum tókst Hollendingum að tryggja sér fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum EM karla í fótbolta, með 2-1 sigri í slag þjóðanna í Berlín í kvöld. Tyrkir óðu hreinlega í færum á lokakafla leiksins en einhvern veginn tókst Hollendingum að standa af sér storminn og landa sigri. Þeir mæta því Englendingum í undanúrslitum á miðvikudagskvöld. Tyrkir voru betri í fyrri hálfleik og komust yfir með marki miðvarðarins Samet Akaydin, eftir frábæra fyrirgjöf hins unga Arda Güler. Það var ekki fyrr en á 70. mínútu sem Hollendingar náðu að jafna en það gerði annar miðvörður, Stefan de Vrij, með skalla eftir fyrirgjöf frá Memphis Depay. Hollendingar náðu svo að komast yfir þegar frábær fyrirgjöf Denzel Dumfries skilaði tilætluðum árangri. Sendingin var ætluð Cody Gakpo sem var í harðri baráttu við Mert Müldür og boltinn fór af varnarmanninum í netið. Þetta reyndist duga Hollandi þrátt fyrir að Tyrkir fengju dauðafæri til að jafna metin, en hollensku varnarmennirnir köstuðu sér fyrir skot þeirra og Bart Verbruggen varði einnig vel í markinu. EM 2024 í Þýskalandi
Þrátt fyrir að lenda undir gegn Tyrkjum tókst Hollendingum að tryggja sér fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum EM karla í fótbolta, með 2-1 sigri í slag þjóðanna í Berlín í kvöld. Tyrkir óðu hreinlega í færum á lokakafla leiksins en einhvern veginn tókst Hollendingum að standa af sér storminn og landa sigri. Þeir mæta því Englendingum í undanúrslitum á miðvikudagskvöld. Tyrkir voru betri í fyrri hálfleik og komust yfir með marki miðvarðarins Samet Akaydin, eftir frábæra fyrirgjöf hins unga Arda Güler. Það var ekki fyrr en á 70. mínútu sem Hollendingar náðu að jafna en það gerði annar miðvörður, Stefan de Vrij, með skalla eftir fyrirgjöf frá Memphis Depay. Hollendingar náðu svo að komast yfir þegar frábær fyrirgjöf Denzel Dumfries skilaði tilætluðum árangri. Sendingin var ætluð Cody Gakpo sem var í harðri baráttu við Mert Müldür og boltinn fór af varnarmanninum í netið. Þetta reyndist duga Hollandi þrátt fyrir að Tyrkir fengju dauðafæri til að jafna metin, en hollensku varnarmennirnir köstuðu sér fyrir skot þeirra og Bart Verbruggen varði einnig vel í markinu.