Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 20:50 Mikel Merino var í skýjunum eftir sigurinn gegn Þýskalandi í kvöld. Getty/Alex Caparros Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. Hinn 28 ára gamli Merino hafði aðeins skorað eitt A-landsliðsmark fyrir Spán áður en hann skoraði undir lok framlengingar í kvöld, og tryggði Spáni 2-1 sigur sem skilaði liðinu í undanúrslit á EM. Það er merkileg staðreynd að fyrsti A-landsleikur Merino, árið 2020, var einmitt einnig á leikvanginum í Stuttgart. Og þar skoraði pabbi hans, Ángel, sitt eina mark fyrir Osasuna, í 3-2 sigri á Stuttgart í UEFA-bikarnum árið 1991. „Það er einhver lukka yfir þessum leikvangi fyrir mig. Pabbi minn skoraði líka hérna, þegar hann spilaði, svo við munum alltaf muna eftir þessum velli,“ sagði Merino eftir sigurinn í kvöld. Eftir sigurmark sitt hljóp hann að hornfánanum og fór í kringum hann, rétt eins og pabbi hans gerði. Dad, Son, 33 years apart, same stadium, same celebration! pic.twitter.com/txOD7ReevS— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) July 5, 2024 Merino var skiljanlega hæstánægður eftir sigurinn en Spánverjar þurfa hins vegar að spjara sig án Daniel Carvajal, sem fékk rautt spjald í lok leiks í kvöld, og Robin Le Normand sem er einnig kominn í bann vegna gulra spjalda. Alls fór gula spjaldið fimmtán sinnum á loft í kvöld. „Við bjuggumst við nákvæmlega svona leik. Tvö af bestu liðum heims. Þetta hefði allt eins getað verið úrslitaleikur á HM,“ sagði Merino. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Merino hafði aðeins skorað eitt A-landsliðsmark fyrir Spán áður en hann skoraði undir lok framlengingar í kvöld, og tryggði Spáni 2-1 sigur sem skilaði liðinu í undanúrslit á EM. Það er merkileg staðreynd að fyrsti A-landsleikur Merino, árið 2020, var einmitt einnig á leikvanginum í Stuttgart. Og þar skoraði pabbi hans, Ángel, sitt eina mark fyrir Osasuna, í 3-2 sigri á Stuttgart í UEFA-bikarnum árið 1991. „Það er einhver lukka yfir þessum leikvangi fyrir mig. Pabbi minn skoraði líka hérna, þegar hann spilaði, svo við munum alltaf muna eftir þessum velli,“ sagði Merino eftir sigurinn í kvöld. Eftir sigurmark sitt hljóp hann að hornfánanum og fór í kringum hann, rétt eins og pabbi hans gerði. Dad, Son, 33 years apart, same stadium, same celebration! pic.twitter.com/txOD7ReevS— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) July 5, 2024 Merino var skiljanlega hæstánægður eftir sigurinn en Spánverjar þurfa hins vegar að spjara sig án Daniel Carvajal, sem fékk rautt spjald í lok leiks í kvöld, og Robin Le Normand sem er einnig kominn í bann vegna gulra spjalda. Alls fór gula spjaldið fimmtán sinnum á loft í kvöld. „Við bjuggumst við nákvæmlega svona leik. Tvö af bestu liðum heims. Þetta hefði allt eins getað verið úrslitaleikur á HM,“ sagði Merino.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira