Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 22:17 Cristiano Ronaldo hryggur eftir tapið gegn Frökkum í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“ EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44
Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50
Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti