Mikil stemning á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2024 13:05 Dagskráin er ekki síður sniðin að börnum og unglingum en fullorðnum. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Vestmannaeyjum um helgina því þar stendur Goslokahátíð yfir þar sem Eyjamenn og gestir þeirra halda upp á lok gossins í Vestmannaeyjum í byrjun júlí 1973. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar
Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira