Coda Terminal hefur ekki áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins Sigrún Tómasdóttir skrifar 6. júlí 2024 12:01 Við íbúar Íslands erum mjög heppin þegar kemur að aðgengi að grunnvatnsauðlindum. Suðvesturhorn landsins er sérstaklega vel staðsett þar sem samspil fjalllendis, úrkomu og vel vatnsleiðandi hrauna frá nútíma búa til vatnsmikla grunnvatnsstrauma. Með Coda Terminal verkefninu, sem Carbfix vinnur nú að, verður hægt að nýta aðgengi okkar að þessum gjöfulu auðlindum til þess að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið gengur út á að binda CO2 varanlega í jörðu og starfsemin verður staðsett þar sem grunnvatnsstraumur sem kenndur er við Straumsvík kemur til sjávar. Þessi staðsetning var m.a. valin vegna þessa vatnsmikla grunnvatnsstraums en einnig vegna þess að hraun á svæðinu eru mjög vel vatnsleiðandi og vegna þess að svæðið liggur utan virkra sprungu- og jarðskjálftasvæða. Mikil umræða hefur skapast um verkefnið undanfarið. Það er eðlilegt og náttúrulegt í ljósi þess að verkefnið er umfangsmikið. Borið hefur á umræðu um hvort verkefnið geti haft áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins og langar undirritaða að leggja orð í belg varðandi það atriði. Þessa vangaveltu er gott að nálgast frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar hvort vatnsvinnslan sem nauðsynleg er til þess að nýta í niðurdælinguna gæti haft áhrif á vatnsborðsstöðu á vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og þannig haft áhrif á getu vatnsveitnanna til þess að útvega vatn til íbúa svæðisins og hins vegar hvort niðurdælingin geti gert það að verkum að gashlaðið vatn gæti náð að vatnsbólunum og mengað þau. Svæðin ekki hæf til neysluvatnsöflunar Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstrauminum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Bæði mörgum kílómetrum neðar í landi og nokkrum tugum metra neðar í landhæð. Borteigarnir verða að mestu staðsettir á þegar röskuðu svæði. Önnur starfsemi fyrir ofan þessi svæði og innan þeirra kemur í veg fyrir að þau kæmu til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til þess útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til þess að meta möguleg áhrif. Hjá Vatnaskilum starfa færustu sérfræðingar landsins í vatnafari höfuðborgarsvæðisins og innan Vatnaskila hefur vatnsfarslíkan af höfuðborgarsvæðinu verið þróað um áratugabil og byggir þessi vinna á því líkani. Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Staumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga. Þá er það seinni spurningin. Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins. Vatnaskil skoðuðu mögulega þrýstihækkun í efri grunnvatnslögum vegna niðurdælingarinnar. Niðurstaðan er að hækkun grunnvatnsborðs uppá allt að 40 cm til austurs sé möguleg og uppá allt að 1 m til suðvesturs utan mesta grunnvatnsstraumsins við lok seinasta áfanga verkefnisins. Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu. Sannreyndar aðferðir Uppbygging Coda Terminal verður í skrefum þannig að hægt sé að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skref og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir niðurstöðum vöktunar til að tryggja að áhrif framkvæmdarinnar verði lágmörkuð. Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því. Við þurfum öll að vera í sama liði þegar það kemur að því að sporna gegn loftslagsbreytingum. Við Íslendingar berum ábyrgð á umtalsverðri losun erlendis vegna neyslu okkar. Ísland tekur þátt í markmiði Evrópuríkja um 55 % samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Með þetta í huga er eðlilegt að við skipuleggjum og tökum þátt í verkefnum sem miða að því að minnka losun í Evrópu almennt þó losunin sé ekki öll tilkomin og skráð innan landsteinanna. Með Coda Terminal getum við nýtt jarðfræðilega hentugar aðstæður landsins til þess að binda koltvísýring varanlega í bergi með sannreyndum aðferðum og getur verkefnið orðið flott framlag Íslendinga í þessum málum sem skiptir máli í stóra samhenginu og við getum verið stolt af. Höfundur er vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni (móðurfélags Carbfix). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við íbúar Íslands erum mjög heppin þegar kemur að aðgengi að grunnvatnsauðlindum. Suðvesturhorn landsins er sérstaklega vel staðsett þar sem samspil fjalllendis, úrkomu og vel vatnsleiðandi hrauna frá nútíma búa til vatnsmikla grunnvatnsstrauma. Með Coda Terminal verkefninu, sem Carbfix vinnur nú að, verður hægt að nýta aðgengi okkar að þessum gjöfulu auðlindum til þess að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið gengur út á að binda CO2 varanlega í jörðu og starfsemin verður staðsett þar sem grunnvatnsstraumur sem kenndur er við Straumsvík kemur til sjávar. Þessi staðsetning var m.a. valin vegna þessa vatnsmikla grunnvatnsstraums en einnig vegna þess að hraun á svæðinu eru mjög vel vatnsleiðandi og vegna þess að svæðið liggur utan virkra sprungu- og jarðskjálftasvæða. Mikil umræða hefur skapast um verkefnið undanfarið. Það er eðlilegt og náttúrulegt í ljósi þess að verkefnið er umfangsmikið. Borið hefur á umræðu um hvort verkefnið geti haft áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins og langar undirritaða að leggja orð í belg varðandi það atriði. Þessa vangaveltu er gott að nálgast frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar hvort vatnsvinnslan sem nauðsynleg er til þess að nýta í niðurdælinguna gæti haft áhrif á vatnsborðsstöðu á vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og þannig haft áhrif á getu vatnsveitnanna til þess að útvega vatn til íbúa svæðisins og hins vegar hvort niðurdælingin geti gert það að verkum að gashlaðið vatn gæti náð að vatnsbólunum og mengað þau. Svæðin ekki hæf til neysluvatnsöflunar Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstrauminum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Bæði mörgum kílómetrum neðar í landi og nokkrum tugum metra neðar í landhæð. Borteigarnir verða að mestu staðsettir á þegar röskuðu svæði. Önnur starfsemi fyrir ofan þessi svæði og innan þeirra kemur í veg fyrir að þau kæmu til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til þess útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til þess að meta möguleg áhrif. Hjá Vatnaskilum starfa færustu sérfræðingar landsins í vatnafari höfuðborgarsvæðisins og innan Vatnaskila hefur vatnsfarslíkan af höfuðborgarsvæðinu verið þróað um áratugabil og byggir þessi vinna á því líkani. Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Staumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga. Þá er það seinni spurningin. Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins. Vatnaskil skoðuðu mögulega þrýstihækkun í efri grunnvatnslögum vegna niðurdælingarinnar. Niðurstaðan er að hækkun grunnvatnsborðs uppá allt að 40 cm til austurs sé möguleg og uppá allt að 1 m til suðvesturs utan mesta grunnvatnsstraumsins við lok seinasta áfanga verkefnisins. Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu. Sannreyndar aðferðir Uppbygging Coda Terminal verður í skrefum þannig að hægt sé að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skref og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir niðurstöðum vöktunar til að tryggja að áhrif framkvæmdarinnar verði lágmörkuð. Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því. Við þurfum öll að vera í sama liði þegar það kemur að því að sporna gegn loftslagsbreytingum. Við Íslendingar berum ábyrgð á umtalsverðri losun erlendis vegna neyslu okkar. Ísland tekur þátt í markmiði Evrópuríkja um 55 % samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Með þetta í huga er eðlilegt að við skipuleggjum og tökum þátt í verkefnum sem miða að því að minnka losun í Evrópu almennt þó losunin sé ekki öll tilkomin og skráð innan landsteinanna. Með Coda Terminal getum við nýtt jarðfræðilega hentugar aðstæður landsins til þess að binda koltvísýring varanlega í bergi með sannreyndum aðferðum og getur verkefnið orðið flott framlag Íslendinga í þessum málum sem skiptir máli í stóra samhenginu og við getum verið stolt af. Höfundur er vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni (móðurfélags Carbfix).
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun