Innlent

Göngumaðurinn fannst látinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maðurinn fór af stað einn síns liðs í snemma í fyrradag og ætlaði að ganga að Miðfellseggi. Leitin hófst þegar maðurinn skilaði sér ekki til vinnu í gærmorgun.
Maðurinn fór af stað einn síns liðs í snemma í fyrradag og ætlaði að ganga að Miðfellseggi. Leitin hófst þegar maðurinn skilaði sér ekki til vinnu í gærmorgun.

Göngumaðurinn sem leitað var að í gærmorgun í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði fannst látinn.

Lögreglan á Suðurlandi greindi frá þessu í tilkynningu á Facebook.

„Í gærmorgun hófst leit að göngumanni í fjalllendi í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Ásamt lögreglu tóku björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni. Á fjórða tímanum í gær fannst göngumaðurinn og var hann þá látinn,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Lögregla segist ekki munu veita frekari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×