Þetta staðfestir Stefán Már Kristinsson í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Hann segir tilkynningu hafa verið þess eðlis að allir tiltækir bílar voru sendir út. Slökkvilið tók stuttan tíma í að slökkva eldinn sem kviknaði í eldhúsi staðarins.
„Það var mikill reykur en annars er ekki mikið annað tjón,“ segir Stefán Már.