Innlent

Sjö gistu fanga­geymslur á höfuð­borgar­svæðinu í nótt

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Þó nokkur erill var hjá lögreglunni í nótt.
Þó nokkur erill var hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm

Þó nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en lögreglan sinnti 109 málum frá klukkan fimm um eftirmiðdegi í gær þar til klukkan fimm í morgun. Sjö einstaklingar eru vistaðir í fangaklefa eftir verkefni næturinnar.

Lögreglunni barst útkall í gærkvöldi vegna líkamsárásar á veitingahúsi gegn fjórum mönnum. Gerendur voru þá farnir af vettvangi. Einn maður er vistaður í fangageymslu í Kópavogi grunaður um líkamsárás gegn öðrum manni í nótt í Kópavogi eða Breiðholti. Bæði mál eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. 

Í dagbók lögreglu kemur fram að þó nokkur mál lögreglu voru vegna ölvunar fólks, miðsvæðis og víðar, en til að mynda voru þó nokkrir handteknir vegna gruns um ölvunarakstur eða gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Einn maður var handtekinn vegna óspekta á almannafæri í miðsvæðis í Reykjavík. Við leit á manninum fundust fíkniefni á honum og var hann því vistaður í fangaklefa þar til hann yrði skýrsluhæfur. 

Þá olli ölvaður ökumaður tjóni á umferðarmannvirki í Vesturbænum. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsóknar málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×