Egill syrgir brottvísun vina sinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 15:25 Egill segir það óréttlátt að hann fái að ferðast um heiminn að vild fyrir þá tilviljun að hafa fæðst á Íslandi. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist hryggja það að vinum hans, þau Tomasso og Analis, verði vísað brott og þau send aftur til Venesúela. Það sé sárt og óréttlátt að svo góðu fólki sé hrakið af landinu en hann fái, með sitt íslenska vegabréf, að ferðast um heiminn án vandræða. Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent