Sport

Sló heims­met sem var sett fjór­tán árum áður en hún fæddist

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Yaroslava Mahuchikh gleymir deginum í dag líklega seint.
Yaroslava Mahuchikh gleymir deginum í dag líklega seint. David Ramos/Getty Images

Úkraínski hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh sló í dag 37 ára gamalt heimsmet í hástökki kvenna.

Mahuchikh varð í dag fyrsta konan í sögunni til að lyfta sér yfir 2,10 metra þegar hún sló heimsmetið á Demantamótaröðinni í París. Það má því með sanni segja að Mahuchikh taki með sér gott veganesti á Ólympíuleikana sem hefjast síðar í þessum mánuði.

Það var hin búlgarska Stefka Kostadinova sem átti heimsmetið, en hún stökk yfir 2,09 metra þann 30 ágúst árið 1987. Metið hafði því staðið í rétt tæp 37 ár.

Til samanburðar má nefna að hin úkraínska Mahuchikh er fædd í september árið 2001, rétt tæpum fjórtán árum eftir að Kostaniova setti metið. Nú þegar Mahuchikh er á sínu 23. aldursári er metið fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×