Þýska stórveldið staðfestir vistaskiptin á samfélagsmiðlum sínum í dag, en í íslenskum krónum talið greiðir félagið um 10,6 milljarða.
Þessi 22 ára gamli vængmaður hefur leikið 90 leiki fyrir Crystal Palace síðan hann gekk í raðir félagsins frá Reading árið 2021 fyrir átta milljónir punda.
Willkommen in der 𝓕𝓒 𝓑𝓪𝔂𝓮𝓻𝓷-𝓕𝓪𝓶𝓲𝓵𝓲𝓮, Michael! ❤️🤍#ServusMichael #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/Z8vm8ol7vQ
— FC Bayern München (@FCBayern) July 7, 2024
Bayern var ekki eina félagið sem hafði áhuga á því að klófesta Olise, en ensku úrvalsdeildarliðin Chelsea og Newcastle voru einnig sögð áhugasöm. Olise hefur hins vegar ákveðið að halda til Þýskalands þar sem hann mun leika undir stjórn Vincent Kompany, sem tók við Bayern á dögunum.
Olise, sem er fæddur í Englandi en hefur leikið fyrir yngri landslið Frakklands, lék 19 deildarleiki fyrir Crystal Palace á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tíu mörk þegar liðið hafnaði í tíunda sæti deildarinnar.