Helena hefur áhyggjur af FH sem gæti misst öfluga leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 10:30 Það gæti reynt mikið á breiddina í FH-liðinu missi þær öfluga leikmenn á nætunni. Vísir/Diego Bestu mörkin ræddu FH liðið og framtíð þess eftir skell á heimavelli á móti Breiðabliki í tólftu umferð Bestu deildar kvenna. FH er eitt af liðunum sem gæti verið að missa sterka leikmenn á næstunni. Fullt af leikmönnum í Bestu deildinni eru á leiðinni út í nám í Bandaríkjunum og missa því af síðustu mánuðum mótsins. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, hóf umræðuna með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af FH-liðinu. „Ég velti því fyrir mér með FH-liðið. Ég hef pínu áhyggjur af þeim því þær eiga eftir að missa leikmenn. Hvað haldið þið til dæmis að Guðni (Eiríksson, þjálfari FH) geri í glugganum? Hann er ekki að fara að klára þetta móti með Ídu (Marín Hermannsdóttur), er Andrea Rán (Snæfeld Hauksdóttir) að fara að klára þetta mót,“ spurði Helena Ólafsdóttir en hún segist hafa heyrt af því að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sé að fara út. Ekki gott að missa þær „Meira veit ég ekki, það er svo margt sem maður heyrir núna. Það hefur verið svo gott ról á þeim. Það er ekki gott að missa þessa pósta út,“ sagði Helena. „Ég reikna með því að Guðni og þeir séu með þetta á bak við eyrað. Þeir eru örugglega að skoða leikmenn og reyna að styrkja sig. Mótið er ekki búið í september, það klárast í byrjun október. Það vildu allir lengja mótið en að sama skapi þarftu líka að stækka hópinn þinn sem kostar peninga,“ sagði Sif Atladóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Skólastelpurnar fara út í lok júlí „Skólastelpurnar eru að fara út í lok júlí þannig að það eru tveir mánuðir sem þú þarft að fylla inn í. Þá er bara spurning um það hvort að FH-ingar ætli að nýta sér ungu og efnilegu leikmennina sem bíða þarna hungraðar á bekknum,“ sagði Sif. „Þau eru á svo sem ágætis róli í deildinni. Ída er búin að vera koma mjög fínt inn í þetta og átti mjög fína leik í dag. Andrea er búin að vera mjög sterk fyrir þær inn á miðjunni. Þetta eru tveir póstar sem hafa borið uppi liðið,“ sagði Sif. Örugglega meiri hræringar „Ég held að það verði örugglega meiri hræringar en eru komnar í ljós í dag,“ sagði Sif. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin hafa áhyggjur af FH Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
FH er eitt af liðunum sem gæti verið að missa sterka leikmenn á næstunni. Fullt af leikmönnum í Bestu deildinni eru á leiðinni út í nám í Bandaríkjunum og missa því af síðustu mánuðum mótsins. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, hóf umræðuna með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af FH-liðinu. „Ég velti því fyrir mér með FH-liðið. Ég hef pínu áhyggjur af þeim því þær eiga eftir að missa leikmenn. Hvað haldið þið til dæmis að Guðni (Eiríksson, þjálfari FH) geri í glugganum? Hann er ekki að fara að klára þetta móti með Ídu (Marín Hermannsdóttur), er Andrea Rán (Snæfeld Hauksdóttir) að fara að klára þetta mót,“ spurði Helena Ólafsdóttir en hún segist hafa heyrt af því að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sé að fara út. Ekki gott að missa þær „Meira veit ég ekki, það er svo margt sem maður heyrir núna. Það hefur verið svo gott ról á þeim. Það er ekki gott að missa þessa pósta út,“ sagði Helena. „Ég reikna með því að Guðni og þeir séu með þetta á bak við eyrað. Þeir eru örugglega að skoða leikmenn og reyna að styrkja sig. Mótið er ekki búið í september, það klárast í byrjun október. Það vildu allir lengja mótið en að sama skapi þarftu líka að stækka hópinn þinn sem kostar peninga,“ sagði Sif Atladóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Skólastelpurnar fara út í lok júlí „Skólastelpurnar eru að fara út í lok júlí þannig að það eru tveir mánuðir sem þú þarft að fylla inn í. Þá er bara spurning um það hvort að FH-ingar ætli að nýta sér ungu og efnilegu leikmennina sem bíða þarna hungraðar á bekknum,“ sagði Sif. „Þau eru á svo sem ágætis róli í deildinni. Ída er búin að vera koma mjög fínt inn í þetta og átti mjög fína leik í dag. Andrea er búin að vera mjög sterk fyrir þær inn á miðjunni. Þetta eru tveir póstar sem hafa borið uppi liðið,“ sagði Sif. Örugglega meiri hræringar „Ég held að það verði örugglega meiri hræringar en eru komnar í ljós í dag,“ sagði Sif. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin hafa áhyggjur af FH
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira