Adam hefur verið á mála hjá Gautaborg síðan 2019 og spilað tólf leiki fyrir aðallið félagsins. Hann hefur nú fært sig um set í von um meiri spiltíma.
Östersund er í 11. sæti sænsku B-deildarinnar en verulega hefur hallað undan fæti hjá liðinu á undanförnum árum. Östersund varð bikarmeistari 2017 og komst um leið í Evrópudeildina. Liðið féll hins vegar úr sænsku úrvalsdeildinni fyrir þremur árum.
Adam er annar íslenski markvörðurinn sem spilar með Östersund. Haraldur Björnsson lék með liðinu á árunum 2014-16.
Hinn 21 árs Adam hefur leikið tíu leiki fyrir yngri landslið Íslands.