Fótbolti

Adam Ingi fetar í fót­spor Haraldar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adam Ingi Benediktsson (lengst til hægri) hefur fært sig um set í Svíþjóð.
Adam Ingi Benediktsson (lengst til hægri) hefur fært sig um set í Svíþjóð. getty/Seb Daly

Fótboltamarkvörðurinn Adam Ingi Benediktsson er genginn í raðir Östersund frá Gautaborg. Samningur hans við Östersund gildir til ársloka 2026.

Adam hefur verið á mála hjá Gautaborg síðan 2019 og spilað tólf leiki fyrir aðallið félagsins. Hann hefur nú fært sig um set í von um meiri spiltíma.

Östersund er í 11. sæti sænsku B-deildarinnar en verulega hefur hallað undan fæti hjá liðinu á undanförnum árum. Östersund varð bikarmeistari 2017 og komst um leið í Evrópudeildina. Liðið féll hins vegar úr sænsku úrvalsdeildinni fyrir þremur árum.

Adam er annar íslenski markvörðurinn sem spilar með Östersund. Haraldur Björnsson lék með liðinu á árunum 2014-16.

Hinn 21 árs Adam hefur leikið tíu leiki fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×