Hroki og villimennska ríkisstjórnar Netanjahú og heimska Hamas-samtakanna Katrín Harðardóttir skrifar 8. júlí 2024 11:30 Þetta er grein sem upphaflega er skrifuð af palestinskum flóttamanni á Íslandi sem Katrín Harðardóttir þýddi. En þar er fjallað um Gaza sem er á milli steins og sleggju. Í meira en átta mánuði hefur Gaza þjáðst og beðið með vonarglætu um árangur af sáttarumræðum undir forystu Bandaríkjamanna, Katara, Frakka og Egypta. Í hvert einasta skipti fara viðræður um vopnahlé út um þúfur og íbúar Gaza verða fyrir vonbrigðum. Það eina sem fólkið á Gaza vill er að þjóðarmorðinu, sem rænt hefur það öllu, linni. Hin mikla eyðilegging sem þjóðarmorðið hefur valdið er mjög svipuð því sem orsakast af mestu jarðskjálftum heims. Þetta er eyðilegging til að útrýma palestínsku þjóðinni á Gaza sem Bandaríkin og Evrópa hafa fjármagnað. Fólkið á Gaza bíður eftir fréttum sem gefa því einhverja von um að þjóðarmorðinu ljúki svo neyð þeirra aukist ekki, það fái ekki enn fleiri hræðilegri fréttir og svo komið sé í veg fyrir dauða eftirlifandi ástvina. Fólkið horfir til ákvarðana alþjóðastofnana eins og Alþjóðadómstólsins, Alþjóðlega sakamáladómstólsins og annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna, en í ljósi vanhæfni þessara stofnana til að standa með ákvörðunum sínum og láta Ísrael svara til saka, eru vonbrigðin endurtekin. Ísrael heldur áfram þjóðarmorðinu, þar sem flest fórnarlömbin eru börn, konur og aldraðir, með einu ógeðslegasta blóðbaði síðustu ára. Viðbrögð ísraelskra embættismanna við ákvörðunum þessara alþjóðlegu stofnana juku enn á vonbrigðin. Fyrst viðbrögð Benjamíns Netanjahú, sem lýsti ákvörðun Karims Khan, saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins, um að gefa út handtökuskipanir á hendur ísraelskum leiðtogum vegna ákæru um að þeir hafi framið þjóðarmorð, sem hneyksli. Sagði hann það að hóta handtöku her- og embættismanna í eina lýðræðisríki Miðausturlanda og eina gyðingaríkinu í heiminum vera „skammarlegt og ógeðslegt“. Má einnig nefna fáránlegar yfirlýsingar ísraelskra öfgamanna eins og Gilads Erdan, sendifulltrúa Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sem fordæmdi ákvörðun saksóknarans og hefur hér í hótunum við Aðalframkvæmdastjóra SÞ, Antonio Guiterrez.Það sem gerði illt verra var löggjöf sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út um refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna handtökuskipunarinnar. Þessa afstöðu mátti einnig lesa úr yfirlýsingum bandarískra fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar neitun Bandaríkjanna á ákvörðun sem samþykkt var af 143 ríkjum heims um að veita Palestínu fulla aðild að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru vonbrigðin ekki þau fyrstu, önnur, né þau þriðju og verða svo sannarlega ekki þau síðustu sem palestínska þjóðin fær að þola. Palestínska þjóðin mun þurfa að þola enn fleiri vonbrigði. Gagnvart þessari katastrófu, gríðarlegri eyðileggingunni og hinum mikla fjölda píslarvotta, fanga og særðra, og í ljósi einhliða og blindrar afstöðu Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands, hefðu leiðtogar Hamas-samtakanna átt að setja hagsmuni palestínsku þjóðarinnar í forgang. Þeir hefðu getað notað tækifærið til að afhjúpa hroka og villimennsku Netanjahú og öfgastjórnar hans með því að grípa til allra mögulegra aðgerða til að binda enda á þessa grimmd, stöðva blóðbaðið og um leið þá palestínsku sundrung sem hefur kvalið Gaza-búa í yfir átján ár. Ákvörðun Hamas um að svara sífelldum árásum og brotum Ísraels þann sjöunda október lagði fólkið á Gaza í mikla hættu. Nokkrum mánuðum síðar fóru fram kröfugöngur gegn stríðinu á Gaza, þar sem þess var krafist að Netanjahú og Hamas myndu binda enda á það. Skilaboðin voru að ekki virða líf fólks að vettugi. Útspilið þann sjöunda var dýrkeypt. Engu að síður bældi Hamas mótmælin niður með valdi og sleppti óþokkum sínum lausum til að þagga niður í kröfum almennings. Fólkið á Gaza má ekki einu sinni öskra þrátt fyrir sársaukann sem það líður. Eftir alla þessa mánuði hafa leiðtogar Hamas ekki enn áttað sig á því að hagsmunir þjóðarinnar felast í að Palestínubúar séu á sínu landi. Það er mikilvægara en tálmyndir þeirra ímyndaða sigurs. Palestínska þjóðin hefur ekki gleymt tilraunum Netanyahu og fasistastjórnar hans til að dýpka sundrungina og breikka bilið í samfélaginu með því að halda leiðtogum Hamas-samtakanna uppi með peningum frá Katar. Töskurnar sem sjálfur sendiherra Katar, Muhammad Al-Emadi, ferðaðist með eru til vitnis um það. Í staðinn stöðvuðu Hamas-samtökin mótmælin sem hún hafði fyrst kallað eftir, þegar Netanyahu kom í veg fyrir að fjármunirnir kæmust frá Katar. Mikið var um limlestingar á þessu tímabili. Fólkið á Gaza er á milli steins og sleggju, þ.e. á milli fasískrar öfgastjórnar hernámsins og heimsku Hamas. Það besta í stöðunni fyrir leiðtoga Hamas er að ganga til liðs við Frelsissamtök Palestínu, eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, sem hefur viðurkennt ályktanir um alþjóðlegt lögmæti landsins. Greinin er upphaflega skrifuð af palestínskum flóttamanni á Íslandi en Katrín Harðardóttir þýddi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta er grein sem upphaflega er skrifuð af palestinskum flóttamanni á Íslandi sem Katrín Harðardóttir þýddi. En þar er fjallað um Gaza sem er á milli steins og sleggju. Í meira en átta mánuði hefur Gaza þjáðst og beðið með vonarglætu um árangur af sáttarumræðum undir forystu Bandaríkjamanna, Katara, Frakka og Egypta. Í hvert einasta skipti fara viðræður um vopnahlé út um þúfur og íbúar Gaza verða fyrir vonbrigðum. Það eina sem fólkið á Gaza vill er að þjóðarmorðinu, sem rænt hefur það öllu, linni. Hin mikla eyðilegging sem þjóðarmorðið hefur valdið er mjög svipuð því sem orsakast af mestu jarðskjálftum heims. Þetta er eyðilegging til að útrýma palestínsku þjóðinni á Gaza sem Bandaríkin og Evrópa hafa fjármagnað. Fólkið á Gaza bíður eftir fréttum sem gefa því einhverja von um að þjóðarmorðinu ljúki svo neyð þeirra aukist ekki, það fái ekki enn fleiri hræðilegri fréttir og svo komið sé í veg fyrir dauða eftirlifandi ástvina. Fólkið horfir til ákvarðana alþjóðastofnana eins og Alþjóðadómstólsins, Alþjóðlega sakamáladómstólsins og annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna, en í ljósi vanhæfni þessara stofnana til að standa með ákvörðunum sínum og láta Ísrael svara til saka, eru vonbrigðin endurtekin. Ísrael heldur áfram þjóðarmorðinu, þar sem flest fórnarlömbin eru börn, konur og aldraðir, með einu ógeðslegasta blóðbaði síðustu ára. Viðbrögð ísraelskra embættismanna við ákvörðunum þessara alþjóðlegu stofnana juku enn á vonbrigðin. Fyrst viðbrögð Benjamíns Netanjahú, sem lýsti ákvörðun Karims Khan, saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins, um að gefa út handtökuskipanir á hendur ísraelskum leiðtogum vegna ákæru um að þeir hafi framið þjóðarmorð, sem hneyksli. Sagði hann það að hóta handtöku her- og embættismanna í eina lýðræðisríki Miðausturlanda og eina gyðingaríkinu í heiminum vera „skammarlegt og ógeðslegt“. Má einnig nefna fáránlegar yfirlýsingar ísraelskra öfgamanna eins og Gilads Erdan, sendifulltrúa Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sem fordæmdi ákvörðun saksóknarans og hefur hér í hótunum við Aðalframkvæmdastjóra SÞ, Antonio Guiterrez.Það sem gerði illt verra var löggjöf sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út um refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna handtökuskipunarinnar. Þessa afstöðu mátti einnig lesa úr yfirlýsingum bandarískra fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar neitun Bandaríkjanna á ákvörðun sem samþykkt var af 143 ríkjum heims um að veita Palestínu fulla aðild að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru vonbrigðin ekki þau fyrstu, önnur, né þau þriðju og verða svo sannarlega ekki þau síðustu sem palestínska þjóðin fær að þola. Palestínska þjóðin mun þurfa að þola enn fleiri vonbrigði. Gagnvart þessari katastrófu, gríðarlegri eyðileggingunni og hinum mikla fjölda píslarvotta, fanga og særðra, og í ljósi einhliða og blindrar afstöðu Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands, hefðu leiðtogar Hamas-samtakanna átt að setja hagsmuni palestínsku þjóðarinnar í forgang. Þeir hefðu getað notað tækifærið til að afhjúpa hroka og villimennsku Netanjahú og öfgastjórnar hans með því að grípa til allra mögulegra aðgerða til að binda enda á þessa grimmd, stöðva blóðbaðið og um leið þá palestínsku sundrung sem hefur kvalið Gaza-búa í yfir átján ár. Ákvörðun Hamas um að svara sífelldum árásum og brotum Ísraels þann sjöunda október lagði fólkið á Gaza í mikla hættu. Nokkrum mánuðum síðar fóru fram kröfugöngur gegn stríðinu á Gaza, þar sem þess var krafist að Netanjahú og Hamas myndu binda enda á það. Skilaboðin voru að ekki virða líf fólks að vettugi. Útspilið þann sjöunda var dýrkeypt. Engu að síður bældi Hamas mótmælin niður með valdi og sleppti óþokkum sínum lausum til að þagga niður í kröfum almennings. Fólkið á Gaza má ekki einu sinni öskra þrátt fyrir sársaukann sem það líður. Eftir alla þessa mánuði hafa leiðtogar Hamas ekki enn áttað sig á því að hagsmunir þjóðarinnar felast í að Palestínubúar séu á sínu landi. Það er mikilvægara en tálmyndir þeirra ímyndaða sigurs. Palestínska þjóðin hefur ekki gleymt tilraunum Netanyahu og fasistastjórnar hans til að dýpka sundrungina og breikka bilið í samfélaginu með því að halda leiðtogum Hamas-samtakanna uppi með peningum frá Katar. Töskurnar sem sjálfur sendiherra Katar, Muhammad Al-Emadi, ferðaðist með eru til vitnis um það. Í staðinn stöðvuðu Hamas-samtökin mótmælin sem hún hafði fyrst kallað eftir, þegar Netanyahu kom í veg fyrir að fjármunirnir kæmust frá Katar. Mikið var um limlestingar á þessu tímabili. Fólkið á Gaza er á milli steins og sleggju, þ.e. á milli fasískrar öfgastjórnar hernámsins og heimsku Hamas. Það besta í stöðunni fyrir leiðtoga Hamas er að ganga til liðs við Frelsissamtök Palestínu, eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, sem hefur viðurkennt ályktanir um alþjóðlegt lögmæti landsins. Greinin er upphaflega skrifuð af palestínskum flóttamanni á Íslandi en Katrín Harðardóttir þýddi.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun