Vaxandi vanskil merki um víðtækari vanda framundan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 22:07 Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vísir/Einar Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan. Forstjóri segir þetta merki um að nú séu langvarandi verðbólga og háir vextir farnir að segja til sín. Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira