Sport

Tuttugu fylgja fimm kepp­endum Ís­lands á Ólympíu­leikana í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París. Talið frá vinstri: Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir.
Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París. Talið frá vinstri: Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. ÍSÍ

Ísland mun eiga fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París og voru þeir ásamt fylgdarliði kynnt til leiks á sérstökum fjölmiðlafundi í gær í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi.

Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum.

Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns.

Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál.

Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar.

Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC.

Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum.

Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði.

Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn.

  • Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024:
  • -
  • Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru:
  • Frjálsar íþróttir:
  • Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi
  • Guðmundur Karlsson, flokksstjóri
  • Pétur Guðmundsson, þjálfari
  • Skotíþróttir:
  • Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet)
  • Halldór Axelsson, flokksstjóri
  • Nicolaos Mavrommatis, þjálfari
  • Sund:
  • Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi
  • Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi
  • Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri
  • Sergio Lopez Miro, þjálfari
  • Þríþraut:
  • Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut
  • Geir Ómarsson, flokksstjóri
  • Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari
  • -
  • Frá ÍSÍ:
  • Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ
  • Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri
  • Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri
  • Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl.
  • Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding)
  • Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps
  • Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál
  • Heilbrigðisteymi:
  • Örnólfur Valdimarsson, læknir
  • Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari
  • Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari
  • Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari
  • Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×