Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 9. júlí 2024 17:04 Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefna um borð í skemmtiferðaskipi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Þar er fjallað um umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem hafa meðal annars snúið að innflutningi fíkniefna með skemmtiferðaskipi. Rak hópinn eins og fyrirtæki Í greinargerð lögreglu segir að uppbygging og hlutverkaskipting hópsins hafi verið þaulskipulögð. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að þessi meinti höfuðpaur hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal, en þar hafi allir gengið undir leyninöfnum. Maðurinn sem og annar einstaklingur eru álitnir vera höfuðpaurar hópsins, en lögreglan telur þá eiga fíkniefni sem lagt hefur verið hald á í málinu. Rannsóknargögn lögreglu sýni að maðurinn sé yfir allri starfseminni í umræddum söluhóp. Hann hafi rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og talað um hlutverk allra í hópnum. Minnst er á að þegar kona hafi verið handtekin vegna málsins hafi maðurinn talað um að hann væri ekki búinn að undirbúa hana nægilega vel yrði hún tekin. Fundu fullt af dópi en aðallega laktósa Málið er umfangsmikið miðað við lýsingar lögreglu í úrskurðinum. Í lok september á síðasta ári fór lögreglan á heimili áðurnefndrar konu og lagði hald á um það bil 240 grömm af kókaíni, 120 grömm af amfetamíni, og 4,8 kíló af laktósa. Þá uppgötvaði lögreglan spjallhópinn á Signal. Í kjölfarið fékk lögreglan upplýsingar um aðra geymslustaði fíkniefna. Fyrst hjá manni, svo hjá syni mannsins, síðan hjá konu sem er móðir annars manns sem er grunaður í málinu auk fleiri staða. Í húsleit á þessum stöðum fundust samtals tæplega 1,8 kíló af kókaíni, tæpt kíló af amfetamíni, tæp fimmtíu grömm af metamfetamín-kristöllum, sem og tæp fjögur kíló af laktósa. Könnuðust ekkert við peningana Í greinargerð lögreglu er meðal annars farið yfir hvernig maðurinn skipulagði peningaþvætti með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Lögregla hafi meðal annars haft afskipta af manni sem hafði fjölnota höldupoka með rúmum tólf milljónum króna í meðferðis. Sá hafi sagst ekki hafa athugað hvað væri í pokanum og sagst ekki vita hver ætti peningana þegar lögregla spurði hann um þá. Þá hafi annar maður verið stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Sá hafi sömuleiðis sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Lögreglumál Tengdar fréttir Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Þar er fjallað um umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem hafa meðal annars snúið að innflutningi fíkniefna með skemmtiferðaskipi. Rak hópinn eins og fyrirtæki Í greinargerð lögreglu segir að uppbygging og hlutverkaskipting hópsins hafi verið þaulskipulögð. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að þessi meinti höfuðpaur hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal, en þar hafi allir gengið undir leyninöfnum. Maðurinn sem og annar einstaklingur eru álitnir vera höfuðpaurar hópsins, en lögreglan telur þá eiga fíkniefni sem lagt hefur verið hald á í málinu. Rannsóknargögn lögreglu sýni að maðurinn sé yfir allri starfseminni í umræddum söluhóp. Hann hafi rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og talað um hlutverk allra í hópnum. Minnst er á að þegar kona hafi verið handtekin vegna málsins hafi maðurinn talað um að hann væri ekki búinn að undirbúa hana nægilega vel yrði hún tekin. Fundu fullt af dópi en aðallega laktósa Málið er umfangsmikið miðað við lýsingar lögreglu í úrskurðinum. Í lok september á síðasta ári fór lögreglan á heimili áðurnefndrar konu og lagði hald á um það bil 240 grömm af kókaíni, 120 grömm af amfetamíni, og 4,8 kíló af laktósa. Þá uppgötvaði lögreglan spjallhópinn á Signal. Í kjölfarið fékk lögreglan upplýsingar um aðra geymslustaði fíkniefna. Fyrst hjá manni, svo hjá syni mannsins, síðan hjá konu sem er móðir annars manns sem er grunaður í málinu auk fleiri staða. Í húsleit á þessum stöðum fundust samtals tæplega 1,8 kíló af kókaíni, tæpt kíló af amfetamíni, tæp fimmtíu grömm af metamfetamín-kristöllum, sem og tæp fjögur kíló af laktósa. Könnuðust ekkert við peningana Í greinargerð lögreglu er meðal annars farið yfir hvernig maðurinn skipulagði peningaþvætti með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Lögregla hafi meðal annars haft afskipta af manni sem hafði fjölnota höldupoka með rúmum tólf milljónum króna í meðferðis. Sá hafi sagst ekki hafa athugað hvað væri í pokanum og sagst ekki vita hver ætti peningana þegar lögregla spurði hann um þá. Þá hafi annar maður verið stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Sá hafi sömuleiðis sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi.
Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Lögreglumál Tengdar fréttir Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. 25. júní 2024 11:57