Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2024 19:10 Mynd af broti úr eldflauginni sem Úkraínumenn birtu í dag. Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07