Messi baðaði sex mánaða Yamal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 07:00 Tvítugur Lionel Messi baðar sex mánaða Lamine Yamal. Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitum EM með sigrinum á Frökkum á Allianz Arena í München í gær. Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Yamal fæddist 13. júlí 2007. Sex mánuðum síðar sat hann fyrir á myndum með hinum þá tvítuga Messi. Myndatakan var fyrir góðgerðadagatal á vegum Barcelona og dagblaðsins Sport. Myndirnar, sem Joan Monfort tók, hafa nú verið dregnar fram í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu Yamals á EM. Á myndunum heldur Messi á sex mánaða gömlum Yamal og baðar hann. Mamma Yamals er svo með á einni mynd. 🚨🇪🇸🇦🇷 Lionel Messi with Lamine Yamal as a baby back in December 2007, from Spanish newspaper @sport. It was a photoshoot organised for a charity calendar. pic.twitter.com/C7jCKbYnp7— EuroFoot (@eurofootcom) July 5, 2024 Líkt og Yamal stendur Messi í ströngu þessa dagana, með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum. Argentínumenn eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Kanadamönnum. Þess má geta að faðir Yamals er þremur árum yngri en Messi. Argentínski snillingurinn er fæddur 1987 en faðir Yamals 1990. Hann er frá Marokkó en móðirin frá Miðbaugs-Gíneu. Fjölskylda Yamals fluttist til Barcelona þegar hann var sjö ára og hann fylgdist því með Messi fara á kostum með stærsta liði borgarinnar áður en hann byrjaði sjálfur að spila fyrir það. EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Ljósmyndun Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminingu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Sjá meira
Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitum EM með sigrinum á Frökkum á Allianz Arena í München í gær. Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Yamal fæddist 13. júlí 2007. Sex mánuðum síðar sat hann fyrir á myndum með hinum þá tvítuga Messi. Myndatakan var fyrir góðgerðadagatal á vegum Barcelona og dagblaðsins Sport. Myndirnar, sem Joan Monfort tók, hafa nú verið dregnar fram í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu Yamals á EM. Á myndunum heldur Messi á sex mánaða gömlum Yamal og baðar hann. Mamma Yamals er svo með á einni mynd. 🚨🇪🇸🇦🇷 Lionel Messi with Lamine Yamal as a baby back in December 2007, from Spanish newspaper @sport. It was a photoshoot organised for a charity calendar. pic.twitter.com/C7jCKbYnp7— EuroFoot (@eurofootcom) July 5, 2024 Líkt og Yamal stendur Messi í ströngu þessa dagana, með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum. Argentínumenn eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Kanadamönnum. Þess má geta að faðir Yamals er þremur árum yngri en Messi. Argentínski snillingurinn er fæddur 1987 en faðir Yamals 1990. Hann er frá Marokkó en móðirin frá Miðbaugs-Gíneu. Fjölskylda Yamals fluttist til Barcelona þegar hann var sjö ára og hann fylgdist því með Messi fara á kostum með stærsta liði borgarinnar áður en hann byrjaði sjálfur að spila fyrir það.
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Ljósmyndun Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminingu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Sjá meira