Í fréttatilkynningu frá Þór segir að Bulow sé oft kallaður hinn danski Jokic, eftir Nikola Jokic, einum besta körfuboltamanni heims. Bulow er 25 ára framherji eða miðherji og þykir búa yfir góðri sendingagetu og fjölhæfni.
Síðustu tvö ár hefur Bulow spilað með Randers Cimbria í dönsku úrvalsdeildinni. Hann hefur einnig leikið í Svíþjóð og á Spáni.
Þór endaði í 5. sæti Subway deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Njarðvík, 3-2, í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.