Erlent

Ísraels­her hvetur í­búa Gasa-borgar til að yfir­gefa borgina

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Margir íbúar Gasa hafa nú mátt þvælast fram og aftur um svæðið með fjölskyldur sínar til að freista þess að forðast árásir og bardaga.
Margir íbúar Gasa hafa nú mátt þvælast fram og aftur um svæðið með fjölskyldur sínar til að freista þess að forðast árásir og bardaga. AP/Abdel Kareem Hana

Ísraelsher hefur hvatt alla íbúa í Gasa-borg til að yfirgefa borgina þar sem hún sé nú hættulegt átakasvæði. Tvær flóttaleiðir eru merktar á kortum sem var dreift úr flugvél, sem liggja að tjaldbúðum í Deir al-Balah og al-Zawaida.

Samkvæmt BBC hafa Sameinuðu þjóðirnar lýst áhyggjum af tilskipuninni.

Ísraelsher hefur á síðustu tveimur vikum nokkrum sinnum gefið út rýmingartilskipanir fyrir afmörkuð svæði innan borgarmarkanna, þar sem hermálayfirvöld telja Hamas og Islamic Jihad hafa náð aftur vopnum sínum. 

Í yfirlýsingu sem send var út í  morgun var greint á því að herinn hefði ráðist í aðgerð gegn bardagamönnum samtakanna sem hefðust við í höfuðstöðvum Palestínu-fljóttamannahjálparinnar (UNRWA) í Gasa-borg.

Almennum borgurum hefði verið veitt tækifæri til að flýja svæðið áður en ráðist var inn í bygginuna og hryðjuverkamennirnir felldir í bardögum. 

Þá sagði að tugir hryðjuverkamanna hefðu verið drepnir í hverfinu Shejaiya og neðanjarðargöng eyðilögð.

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur, sem fyrr segir, þungar áhyggjur af þróun mála og segir Deir al-Balah þegar yfirfullt af Palestínumönnum á vergangi. Innviðir væru takmarkaðir og aðstoð af skornum skammti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×