Erlendir miðlar greindu frá því í dag að Towley, sem er 28 ára, hafi reynt að svipta sig lífi eftir að hafa orðið fyrir hrottalegu heimilisofbeldi. Þá kom fram að vegabréf hennar hefði verið tekið af henni og eyðilagt.
Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, greindi frá málinu á írska þinginu í gær og sagði að Towey hefði verið meinað að yfirgefa landið.
Radha Stirling, lögmaður og leiðtogi mannréttindasamtakanna Detained in Dubai, staðfesti á X fyrr í dag að ákærurnar hefðu verið dregnar til baka og hún væri frjáls ferða sinna.
Þá þakkaði hún almenningi, fjölmiðlum og írskum yfirvöldum fyrir stuðninginn. Simon Harris forsætisráðherra Írlands staðfesti á írska þinginu í dag að fulltrúi á vegum sendiráðsins kæmi til með að fylgja henni úr landi.