Innlent

Al­var­legt bíl­slys á Holta­vörðu­heiði

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Framkvæmdastjóri NATO segir Rússa hafa hert á skemmdarverkum og árásum á innviði aðildarríkja bandalagsins. Atlantshafsbandalagið bregðist við með því að auka varnir sínar og styrkja hernaðarmátt Úkraínu.

Gistinætur eru umtalsvert færri en síðasta sumar. Sérfræðingur segir að markaðssetja þurfi Ísland með öflugri hætti en áður.

Fleiri en fimm þúsund undirskriftir hafa safnast til að mótmæla fyrirhugaðri starfsemi Carbix steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturlappirnar og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu.

Við fáum að vita hvernig flugferð Kristjáns Más, fréttamanns, í loftbelg endaði, verðum í beinni útsendingu frá Viðey og hittum elsta íbúa Vestmannaeyja sem segir karlmenn á Íslandi þá sætustu í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×