Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 19:24 Arndís Kjartansdóttir, stofnandi mótmælahópsins, og Davíð Arnar Stefánsson, oddviti VG í Hafnarfirði. Vísir/Einar Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. KLIPPA Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. KLIPPA Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05