Skoðun

Af­nám verndar­tolla í kjöl­far breytinga á búvörulögum

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fullyrðir að nú standi íslenskir bændur jafnfætis bændum annarra landa. Búvörulögin sem samþykkt voru í mars og leyfa samþjöppun afurðastöðva leiði til hærra afurðaverðs til bænda og lægra verðs til neytenda, þvert á það sem gerist í Noregi og ESB að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins og fleiri.

Gott og vel, ef satt reynist hjá formanni Framsóknarflokksins að íslenskir bændur standi nú jafnfætis kollegum sínum erlendis er rétt og eðlilegt að afnema tollavernd á landbúnaðarvörur þar sem verndartollar eiga að vernda atvinnugrein sem stendur höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum.

Ef eitthvað er að marka formann Framsóknar og fjármálaráðherra mun hann leggja til afnám tolla þar sem ekki er lengur þörf á verndinni, samþjöppun afurðastöðva var púslið sem upp á vantaði. Þetta verður væntanlega fyrsta stjórnarfrumvarpið sem lagt verður fram á haustþingi.

Eða ekki.

Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.




Skoðun

Sjá meira


×