Coda Terminal: Verndum náttúru, umhverfi og leiðréttum mýtur Edda Sif Aradóttir skrifar 11. júlí 2024 13:31 Umræður um Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík í Hafnarfirði hafa verið nokkuð fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum síðustu daga og vikur. Sem er jákvætt þar sem verkefnið getur haft mikil áhrif í baráttunni fyrir betra loftslagi á jörðinni. Carbfix er annt um góða umræðu sem miðar að því að við náum meiri árangri í umhverfis- og loftslagsmálum. Umræðan er áberandi enda dylst engum að Hafnfirðingum og Íslendingum öllum er annt um umhverfi og náttúru. Íslensk náttúra er bæði ægifögur og vægðarlaus, aurskriður og snjóflóð hafa t.a.m. haft umtalsverð áhrif síðustu ár Hluta af skýringu veðurhamfara undanfarinna ára má rekja til aukinnar tíðni ofsaveðra og er tíðni þeirra að aukast samkvæmt veðurfræðingum um allan heim. Ofsaveður sem áður sáust aðeins á 100 ára fresti eru nú tíðari. Ástæðuna má helst rekja til þess að Jörðin er að hitna. Það skiptir því höfuðmáli að við skiptum sem allra fyrst úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa til þess að reyna að draga úr þessari hlýnun. Áherslan á að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti gerir okkur kleift að draga úr losun á koldíoxíði (CO2). Við þurfum líka að breyta lifnaðarháttum okkar til þess að ná enn meiri árangri og þar skipta stjórnvöld miklu máli. Þau marka stefnuna og þurfa að gera okkur kleift að ná meiri árangri en við erum að gera. Því það þarf að nýta allar lausnir samhliða. Aukna skógrækt, endurheimt votlendis, breytt neyslumynstur og betri nýtingu á auðlindum á allan hátt. Carbfix býr yfir tækni sem getur aðstoðað við að minnka skaðann sem hlýst af aukinni hlýnun. Tæknin er sannarlega ein af lausnum vandans enda er hún vísindalega sönnuð, örugg og hagkvæm og við höfum meira en áratugsreynslu af því að beita henni. Verkefnið enn í undirbúningi Það er mikilvægt að hafa í huga að Coda Terminal verkefnið er statt í undirbúningsfasa enda er nýlega lokið opnu kynningarferli á umhverfismati. Umhverfismat felur hvorki í sér ákvörðun um framkvæmd né leyfi til framkvæmda. Umhverfismat er hins vegar undanfari þeirra leyfa sem framkvæmdin er háð. Í þessari frétt sem birtist nýlega á Vísi var fullyrt að fátt gæti komið í veg fyrir uppbyggingu verkefnisins. Það er ekki rétt þar sem verkefnið er enn í undirbúningsfasa. Þvert á móti er það eðli bæði skipulagsáætlana og umhverfismats að setja fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir svo hægt sé að eiga samtal við hagaðila áður en lengra er haldið. Þar er verkefnið statt og það samtal er í gangi. Í umræddri frétt er farið vítt yfir sviðið og því m.a. velt upp hvort Carbfix taki við CO2 frá vopnaframleiðendum. Slík ummæli dæma sig auðvitað sjálf líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Carbfix leggur höfuðáherslu á sjálfbæra og örugga starfsemi þar sem markmiðið er að hafa raunveruleg og jákvæð áhrif í loftslagsmálum. Við í Carbfix höfum fundið fyrir því í samtölum við fólk undanfarið að það þekkir verkefnið ekki nægjanlega vel. Þessi grein er liður í því að gera enn betur í upplýsa og halda á lofti staðreyndum sem gætu hafa orðið undir í umræðunni undanfarið. Ekki mengun CO2 eitt og sér er ekki mengun enda blandar fólk um allan heim efninu saman við vatn til að fá sódavatn til neyslu. Þessi mengunarmisskilningur er engu að síður notaður sem rök til að koma í veg fyrir mótvægisaðgerðir. Hægt er að lesa frekar um það hér. CO2 er gastegund sem er allt um kring; hún er hluti af lofthjúpnum og er ekki eitruð. Hún er í of miklu magni í andrúmsloftinu vegna þess að við höfum brennt of miklu af jarðefnaeldsneyti sem veldur því að hitastig jarðar hækkar með hættulegum afleiðingum fyrir allt lífríki og öll lönd í heiminum, líka Ísland. Carbfix stefnir einmitt að því að dæla niður CO2 sem verður fangað frá iðnaði hérlendis í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var 2019 af fulltrúum ríkisstjórnarinnar, iðnaðarins og Orkuveitunnar. Carbfix gerði einnig viljayfirlýsingu árið 2022 við Rio Tinto um samvinnu við að draga úr losun frá álverinu í Straumsvík sem og við Elkem á Grundartanga árið 2024. Carbfix sér fyrir sér að innviðir til niðurdælingar verði tilbúnir þegar föngun CO2 frá innlendri stóriðju verður klár. Ekki drykkjarhæft vatn Bent hefur verið á að í Coda Terminal þurfi töluvert magn af vatni. Það er rétt, en mikilvægt er að hafa í huga að áætlanir Carbfix ganga út á að vatnið verði hvorki tekið úr vatnsbólum né aðrennslissvæðum vatnsbóla. Hugmyndin er að vatnið verði tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi á iðnaðarsvæði sem rennur til sjávar við Straumsvík. Ólíkt hefðbundinni vatnstöku er gert ráð fyrir að vatnið verði ekki tekið út úr grunnvatnskerfinu, heldur sé það fengið að láni sem flutningsmiðill fyrir CO2 og því síðan skilað aftur ofan í jörðina, á sama svæði en meira dýpi. Vatnið sem Carbfix reiknar með að nota kemur ekki til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni vegna þeirrar iðnaðarstarfsemi sem fyrir er á svæðinu. Nýting glatvarma Þá er mikilvægt að hafa í huga að gert er ráð fyrir að Coda Terminal verði gangsett í áföngum. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir raforkuþörf allt að 4 megavöttum og í fullri stærð er gert ráð fyrir raforkuþörf allt að 16,5 megavött.. Árið 2022 var meðalafl raforkuvirkjana á Íslandi 2.297 megavött (uppsett afl var 2.936 MWe en virkjanir eru ekki keyrðar á fullum afköstum). Í fullum afköstum er því gert ráð fyrir að Coda Terminal muni nota allt að 0,72% af meðalafli ársins 2022. Þá er gert ráð fyrir að Coda Terminal muni einnig nota varmaorku í sinni vinnslu og til að byrja með sé sú orka fengin úr dreifikerfi Veitna ohf. Carbfix er að skoða aðrar lausnir við varmaorkuöflun, t.a.m. glatvarma frá nálægum iðnaði. Samkvæmt raforkulögum nota stórnotendur yfir 80 GWh á ári. Ef af verður mun raforkunotkun Coda Terminal verða allt að 65,7 GWh í öðrum áfanga og allt að 97,2 GWh í þriðja áfanga. Samkvæmt þessu yrði Coda Terminal skilgreint sem stórnotandi þegar þriðja áfanga verkefnisins yrði náð. Í þeim áfanga myndi Carbfix nota allt að 0,5 % af uppsettu afli ársins 2022. Þess ber að geta að samráð hefur verið haft við Landsnet vegna hugsanlegrar raforkunotkunar Coda Terminal. Engin hljóðmengun Gert er ráð fyrir að niðurdæling koldíoxíðs sé staðsett á eða í nálægð við iðnaðar- og athafnasvæði sem og landnotkun á borð við efnistöku, akstursíþróttasvæði og flutningsmannvirki raforku. Samkvæmt skipulagslögum er íbúabyggð óheimil á iðnaðarsvæðum. Niðurdæling koldíoxíðs færi fram á iðnaðarlóðum, en gert er ráð fyrir allt að átta niðurdælingarholum á allt að tíu lóðum. Hugsunin er að niðurdælingarholum sé safnað saman á færri lóðir og því yrði fótspor á yfirborði ekki stórt. Hér má sjá hvernig innviðir Coda Terminal gætu litið út. Til þess að setja þetta í samhengi þá er gert ráð fyrir að niðurdælingarholur séu fyrst boraðar beint á um 300 metra dýpi eða sem nemur um fjórum Hallgrímskirkjuturnum áður en þær eru stefnuboraðar á allt að 1000 m dýpi. Engin hljóðmengun fylgir niðurdælingunni. Þá má benda á að borholur eru mjög víða inni í miðri íbúabyggð í borgarumhverfinu, meðal annars eru yfir 50 jarðhitaholur í Laugardalnum og yfir 70 í Reykjahverfinu í Mosfellsbæ. Í flestum tilvikum verða íbúar ekki varir við tilvist þessara borhola. Samsetning niðurdælingarstraums í borholum verður um 96-97% vatn og 3-4% koldíoxíð og má því draga lærdóm af dælingu á vatni annars staðar frá. Aldrei valdið jarðskjálftum Einnig er mikilvægt að hafa í huga að á Íslandi liggur áratuga reynsla af grunnri niðurdælingu á vatni í miklu magni. Grunn niðurdæling er til að mynda stunduð á Nesjavöllum og ólíkt Hellisheiði, hinum megin Hengilsins, hefur grunn niðurdæling aldrei valdið jarðskjálftum þar. Raunar hefur grunn niðurdæling á vatni hvergi á Íslandi valdið jarðskjálftum, enda er jarðskorpan í efstu 1000 metrunum svo mjúk að hún nær ekki að byggja upp spennu sem getur valdið jarðskjálftum. Örvuð skjálftavirkni vegna djúprar niðurdælingar á vatni á Hellisheiði er undantekningin en ekki öfugt. Niðurdæling frá Coda Terminal felur ekki í sér hávaða, loft- eða lyktarmengun og ætti fjarlægð frá íbúabyggð síst að valda meira ónæði en önnur starfsemi sem fyrir er og nú er heimiluð á iðnaðarsvæðum. Þá er vert að geta þess að almenningi mun ekki stafa nein hætta af fyrirhuguðum niðurdælingarholum Coda Terminal og er gert ráð fyrir vöktunarkerfi sem mun fylgjast með ástandi kerfa í rauntíma. Magn CO2 í lögnum myndi vera um það bil 3-4 sinnum minna en það CO2 sem losnar frá fólksbílum í umferð í póstnúmeri 221 á degi hverjum. „Losarar“ uppfylli skilyrði Carbfix tekur á móti CO2 frá iðnaðarferlum sem eiga þess ekki kost að útrýma losun sinni á CO2 með orkuskiptum þar sem CO2 losun verður til við framleiðsluna sjálfa en ekki vegna orkunnar sem er nýtt til hennar, svo sem framleiðsla á sementi, áburði og stáli. Með öðrum orðum iðnaðarferlum sem í dag er notuð í flest alla mannvirkjagerð og matvælaframleiðslu og við reiðum okkur flest á í miklum mæli. Með því að dæla þessu CO2 í jarðlög er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslag. Mörg verkefni sem snúa að föngun CO2 eru með styrk frá Nýsköpunarsjóðnum sem er gæðastimpill, en að sjálfsögðu þurfa þessir „losarar“ að uppfylla skilyrði sem snúa að ábyrgri nálgun í umhverfismálum, samfélagslegum þáttum og stjórnarháttum (ESG) og byggja á bestu viðmiðum. Það má geta þess að árið 2022 voru flutt inn hingað til lands 206 þúsund tonn af sementi en framleiðsla þess leiddi til losunar á u.þ.b. 470 þúsund tonnum af CO2 utan Íslands. Stöðug upplýsingagjöf frá árinu 2021 Carbfix hefur staðið fyrir samráðsfundum í streymi og í sal frá árinu 2021, m.a. í Bæjarbíói í maí 2023 og að Ásvöllum í maí sl. Upptökur af þessum fundum eru aðgengilegir öllum á vefsíðu Coda Terminal. Við settum í loftið sérstaka heimasíða um Coda Terminal verkefnið árið 2021 og þar getur fólk nálgast allar frekari upplýsingar um verkefnið ásamt „spurt og svarað“. Þá hefur Carbfix sett á laggirnar hagsmunaráð Coda Terminal en megin tilgangur þess er að skapa vettvang umræðna milli hagaðila í samfélaginu um uppbyggingu Coda Terminal. Hér má nálgast allar fundargerðir hagsmunaráðsins. Þá hafa verið keyptar auglýsingar í bæjarblöð í Hafnarfirði til að efla vitund íbúa og greinar hafa birst á Vísi, í Morgunblaðinu, í Viðskiptablaðinu og í Fjarðarfréttum. Þá var stofnuð sérstök upplýsingasíða Coda Terminal á Facebook. Við höfum framleitt kynningarmyndbönd sem sýnd voru á RÚV og KrakkaRÚV. Fjölmargir upplýsingapóstar hafa verið birtir um verkefnið á samfélagsmiðlum og við höfum boðið hagaðilum að skoða starfstöðvar Carbfix á Hellisheiði. Þá höfum við útbúið sérstaka heimasíðu til að einfalda þær upplýsingar sem liggja fyrir í Umhverfismatsskýrslu Coda Terminal og hægt er að kynna sér hér. Hluti nýrrar hafnar hugsaður fyrir Coda Terminal Þá hefur í umræðunni verið rætt um kostnað við hafnarframkvæmdir í Straumsvík og tölur á bilinu 9 til 15 milljarðar króna verði nefndar. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að upplegg hafnaryfirvalda í Hafnarfirði er að byggja þrjá hafnarkanta, en þar af er aðeins einn þeirra hugsaður fyrir Coda Terminal. Hinir tveir hafnarkantarnir yrðu þá til taks fyrir annars konar iðnað og fyrirtæki. Carbfix hefur eðli málsins samkvæmt ekki nákvæmar upplýsingar um hvað Hafnarfjörður og Hafnarfjarðarhöfn hafa í hyggju á tveimur af þessum þremur hafnarköntum en þó er ljóst að eftirspurn virðist vera umtalsverð enda hefur fjöldi fyrirtækja haft beint samband við Carbfix og lýst yfir áhuga á því að samnýta hafnaraðstöðuna. Þá liggur fyrir að nýr vegur undir Reykjanesbraut, með beinan aðgang að núverandi iðnaðarsvæði, myndi klárlega nýtast Hafnfirðingum þar sem umferð um nýja höfn mun þá ekki lengur fara í gegnum íbúahverfi heldur eingöngu skipulagt iðnaðarsvæði. Mikilvægt er að hafa í huga að það er ekki tjaldað til einnar nætur með Coda Terminal loftslagsverkefninu heldur gengur það út á langtíma samninga við ábyrg alþjóðleg stórfyrirtæki innan geira sem geta ekki nýtt orkuskipti til að draga úr sinni losun. Þessir samningar myndu tryggja tekjur Coda Terminal sem og gjöld til hafnaryfirvalda og Hafnarfjarðar. Auk þess er gert ráð fyrir fjölda starfa og afleiddra starfa í tengslum við hugsanlega starfsemi Carbfix í Straumsvík. Nauðsynlegur hluti lausnarinnar Því hefur verið haldið á lofti að Carbfix tæknin sé neðanmálsgrein í loftslagsmálum og mikilvægara sé að horfa á aðra hluti. Það er mikilvægt að hafa í huga að við þurfum að beita öllum lausnum í baráttu okkar við loftslagsvandann. Þar erum við að tala um endurheimt votlendis, skógrækt, full orkuskipti auk breyttra neysluhátta svo eitthvað sé nefnt. Það er hinsvegar ljóst að föngun og geymsla koldoxíðs kemur til viðbótar við ofangreint og þá sérstaklega frá iðnaðarframleiðslu þar sem útblástur koldíoxíðs verður til við framleiðsluna sjálfa en ekki vegna orkunnar sem er nýtt til hennar. Þeim útblæstri verður ekki útrýmt með orkuskiptum.Líkt og nefnt er hér að ofan á þetta t.a.m. við um framleiðslu á borð við sement, áburð, ál og stál sem í dag er notuð í flest alla mannvirkjagerð og matvælaframleiðslu og við reiðum okkur á í miklum mæli. Carbfix-tæknin skiptir því gríðarlega miklu máli í stóra samhenginu. Sem dæmi þá er samkvæmt IPCC (Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál) engin sviðsmynd þar sem markmiðum Parísaráttmálans er náð án þess að nýta föngun og bindingu koldíoxíðs á stórum skala. Með því að fanga CO2 beint úr vinnslurás iðnaðarferlanna sem vísað var til hér að ofan og dæla því niður til varanlegrar geymslu er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Þetta er ekki mögulegt með landgræðslu, skógrækt eða orkuskiptum. Engir jarðskjálftar Því hefur verið haldið fram að veruleg hætta sé á jarðskjálftum í tengslum við Coda Terminal. Þetta er alrangt og hefur okkar fremsta jarðvísindafólk sem betur fer stigið fram og útskýrt hvers vegna. Hér koma nokkrir punktar í tengslum við þetta. Í umhverfismatsskýrslunni um Coda Terminal kemur fram að það sé „óveruleg hætta á finnanlegri skjálftavirkni”. Ástæða þess að þetta er orðað með þessum hætti er að þetta er lægsta mögulega stig í reglugerð Orkustofnunar sem Carbfix fylgir og segir til um líkur á skjálftum. Svæðið í Straumsvík er óvirkt svæði; engir skjálftar hafa átt upptök sín þar síðan mælingar hófust auk þess sem engar sprungur eru kortlagðar á yfirborði. Ef skoðuð er 29 ára mælasería yfir jarðskjálfta, sem Veðurstofan hefur veg og vanda að, má sjá að áhrifasvæði Coda Terminal er nær algerlega hljótt, ef undan eru taldir atburðir sem tengjast sprengingum við jarðvegsframkvæmdir, til að mynda vegna stækkunar Reykjanesbrautar. Þar að auki er gert ráð fyrir að dælt verði í borholur sem eru grynnri en 1000 m – en niðurdæling í borholur sem eru grynnri en 1500 m hefur aldrei valdið örvaðri jarðskjálftavirkni hér á landi. Ástæða þess er að efstu 1-2 km jarðskorpunnar á svæðinu geta ekki byggt upp spennu sem veldur skjálftum. Jarðskjálftar hafa orðið í tengslum við djúpa niðurdælingu (meira en 1500 m dýpi) í jarðhitakerfi – en slík niðurdæling getur losað um náttúrulega spennu í jarðskorpunni sem byggst hefur upp vegna jarðhreyfinga, enda er þá dælt í sprungur í jarðlagastaflanum. Jarðskjálftavirkni hefur hinsvegar líkt og fyrr segir, aldrei mælst við grunna niðurdælingu á Íslandi. Í efstu 800-1000 m jarðlagastaflans flæðir vatn fyrst og fremst um jarðlagamót milli hraunlaga og móbergseininga. Jarðskjálftamælar hafa þegar verið settir upp á svæðinu og eru allar jarðskjálftamælingar aðgengilegar í rauntíma. Dæluprófanir hafa verið framkvæmdar í tengslum við rannsóknarboranir í Straumsvík og sýndu mælingar ekki fram á neina örvaða jarðskjálftavirkni, hvorki á meðan verið var að dæla niður vatni, né eftir að því var hætt. Carbfix hefur mikla reynslu af því að dæla niður CO2 við sambærilegar aðstæður og gert er ráð fyrir í sérhverri niðurdælingarholu Coda Terminal, en holurnar verði einfaldlega fleiri. Við slíkar aðstæður hefur aldrei mælst jarðskjálfti, þrátt fyrir þéttriðið jarðskjálftamælanet. Alls ekki tilraunaverkefni Coda Terminal er ekki tilraunaverkefni og hefur ekki verið kynnt sem slíkt, enda styrkir Nýsköpunarsjóður Evrópusambandsins ekki verkefni á tilraunastigi en Coda Terminal er einmitt styrkt af þeim sjóði. Carbfix hefur dælt niður CO2 á Hellisheiði frá 2011 og rekið niðurdælingarkerfi sem hluta af rekstri Hellisheiðarvirkunar frá árinu 2014. Carbfix rekur í dag fimm niðurdælingarkerfi á Íslandi og unnið er að uppskölun, m.a. á niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjun og Mammoth lofthreinsiveri Climeworks sem tók til starfa sl. vor auk verkefnaþróunar erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada og á Ítalíu. Ómissandi lausn Reglugerð um geymslu koldíoxíðs í jörðu (nr. 1430/2022) á sér stoð í evróputilskipun sama efnis (Evróputilskipun 2009/31/EC) og snýr að öllum sambærilegum verkefnum sem fela í sér niðurdælingu og geymslu á koldíoxíði óháð staðsetningu. Ekki þarf að leita lengra en í greinargerð með frumvarpi til laga á Alþingi um niðudælingu koldíoxíðs þar sem fram kemur í inngangi að ”Með innleiðingunni nú er verið að heimila varanlega geymslu koldíoxíðs í jarðlögum og skapa þar með tækifæri fyrir rekstraraðila með losunarheimildir, sem standa innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins, til að fá niðurdælingu á koldíoxíði dregna frá í losunarbókhaldi sínu sem heimila geymslu koldíoxíðs. Jafnframt munu aðilar hér á landi, sem standa utan viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir, fá tækifæri til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og varanlegrar geymslu í jörðu hérlendis.” Af þessu orðalagi má sjá að innleiðingin styður ekki síst við þá starfsemi sem fyrirhuguð er í Coda Terminal. Niðurdæling á Hellisheiði hefur verið starfrækt á iðnaðarskala frá 2014 þar sem koldíoxíð fangað beint úr vinnslurás virkjunarinnar (ekki úr andrúmslofti) hefur verið dælt niður í jarðhitageyminn. Að auki hefur Carbfix dælt niður koldíoxíði sem fangað hefur verið beint úr andrúmslofti frá árinu 2017. Þá er föngun og binding CO2 (e. carbon capture and storage, CCS) hluti af lausnamenginu sem dregið er fram í skýrslu IPCC. Föngun og binding CO2 er skilgreind sem ómissandi lausn (e. critical mitigation option) í orkugeiranum, sementsframleiðslu, og efnaiðnaði samkvæmt skýrslu IPCC. Einnig kemur fram að núverandi hagnýting föngunar og bindingar á heimsvísu sé langt undir því sem þyrfti samkvæmt þeim sviðsmyndum sem takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C eða 2,0°C árið 2100. Þá skal það tekið fram að verkefnið gengur að sjálfsögðu út á það að starfsemin skili hagnaði. Hinsvegar er megin tilgangurinn, og það hefur verið drifkraftur Carbfix frá upphafi, að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslagið með því að byggja upp, bæði hér á landi og erlendis, örugga, margsannaða og þrautreynda tækni sem Carbfix hefur þróað til að binda CO2 í stein. Hefur ekkert með olíu- og gasiðnað að gera Coda Terminal hefur verið líkt við aðferð sem kölluð er „fracking“. Niðurdæling á CO2 uppleystu í vatni á ekkert skylt við „fracking“, sem er aðferð sem nýtt er í tengslum við olíu- og gasiðnaðinn sem bæði hefur valdið jarðskjálftum og mengun í grunnvatnsbólum, t.d. í Bandaríkjunum. Þá er byggður upp gríðarlegur vökvaþrýstingur í borholum í þéttum setlögum, sem er svo mikill að bergið hreinlega brotnar. Niðurdæling Coda Terminal í gljúp basaltjarðlög í Straumsvík yrði aftur á móti rekin á mjög lágum þrýsting, enda er hraunlagastaflinn mjög lekur og tekur vel við niðurdælingarvatninu. Að lokum viljum við hjá Carbfix leggja áherslu á að Carbfix-tækin er ekki hugmynd heldur marg vottuð og sannreynd aðferð. Yfir 99% af öllu kolefni á jörðu er bundið í bergi og byggir Carbfix tæknin á sömu ferlum og veðrun bergs í kolefnishringrásinni – hringrás sem hefur verið raskað vegna mikillar losunar á CO2, fyrst og fremst vegna bruna á jarðefnaeldsneyti, sem hefur aukið styrk CO2 í lofthjúpnum á áður óþekktum hraða með gríðarlegum afleiðingum fyrir loftslagið. Við vonumst til þess að þessi snarpa yfirferð varpi frekara ljósi á verkefnið og hvetjum við fólk til að nálgast upplýsingar á heimasíðu okkar. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Umræður um Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík í Hafnarfirði hafa verið nokkuð fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum síðustu daga og vikur. Sem er jákvætt þar sem verkefnið getur haft mikil áhrif í baráttunni fyrir betra loftslagi á jörðinni. Carbfix er annt um góða umræðu sem miðar að því að við náum meiri árangri í umhverfis- og loftslagsmálum. Umræðan er áberandi enda dylst engum að Hafnfirðingum og Íslendingum öllum er annt um umhverfi og náttúru. Íslensk náttúra er bæði ægifögur og vægðarlaus, aurskriður og snjóflóð hafa t.a.m. haft umtalsverð áhrif síðustu ár Hluta af skýringu veðurhamfara undanfarinna ára má rekja til aukinnar tíðni ofsaveðra og er tíðni þeirra að aukast samkvæmt veðurfræðingum um allan heim. Ofsaveður sem áður sáust aðeins á 100 ára fresti eru nú tíðari. Ástæðuna má helst rekja til þess að Jörðin er að hitna. Það skiptir því höfuðmáli að við skiptum sem allra fyrst úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa til þess að reyna að draga úr þessari hlýnun. Áherslan á að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti gerir okkur kleift að draga úr losun á koldíoxíði (CO2). Við þurfum líka að breyta lifnaðarháttum okkar til þess að ná enn meiri árangri og þar skipta stjórnvöld miklu máli. Þau marka stefnuna og þurfa að gera okkur kleift að ná meiri árangri en við erum að gera. Því það þarf að nýta allar lausnir samhliða. Aukna skógrækt, endurheimt votlendis, breytt neyslumynstur og betri nýtingu á auðlindum á allan hátt. Carbfix býr yfir tækni sem getur aðstoðað við að minnka skaðann sem hlýst af aukinni hlýnun. Tæknin er sannarlega ein af lausnum vandans enda er hún vísindalega sönnuð, örugg og hagkvæm og við höfum meira en áratugsreynslu af því að beita henni. Verkefnið enn í undirbúningi Það er mikilvægt að hafa í huga að Coda Terminal verkefnið er statt í undirbúningsfasa enda er nýlega lokið opnu kynningarferli á umhverfismati. Umhverfismat felur hvorki í sér ákvörðun um framkvæmd né leyfi til framkvæmda. Umhverfismat er hins vegar undanfari þeirra leyfa sem framkvæmdin er háð. Í þessari frétt sem birtist nýlega á Vísi var fullyrt að fátt gæti komið í veg fyrir uppbyggingu verkefnisins. Það er ekki rétt þar sem verkefnið er enn í undirbúningsfasa. Þvert á móti er það eðli bæði skipulagsáætlana og umhverfismats að setja fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir svo hægt sé að eiga samtal við hagaðila áður en lengra er haldið. Þar er verkefnið statt og það samtal er í gangi. Í umræddri frétt er farið vítt yfir sviðið og því m.a. velt upp hvort Carbfix taki við CO2 frá vopnaframleiðendum. Slík ummæli dæma sig auðvitað sjálf líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Carbfix leggur höfuðáherslu á sjálfbæra og örugga starfsemi þar sem markmiðið er að hafa raunveruleg og jákvæð áhrif í loftslagsmálum. Við í Carbfix höfum fundið fyrir því í samtölum við fólk undanfarið að það þekkir verkefnið ekki nægjanlega vel. Þessi grein er liður í því að gera enn betur í upplýsa og halda á lofti staðreyndum sem gætu hafa orðið undir í umræðunni undanfarið. Ekki mengun CO2 eitt og sér er ekki mengun enda blandar fólk um allan heim efninu saman við vatn til að fá sódavatn til neyslu. Þessi mengunarmisskilningur er engu að síður notaður sem rök til að koma í veg fyrir mótvægisaðgerðir. Hægt er að lesa frekar um það hér. CO2 er gastegund sem er allt um kring; hún er hluti af lofthjúpnum og er ekki eitruð. Hún er í of miklu magni í andrúmsloftinu vegna þess að við höfum brennt of miklu af jarðefnaeldsneyti sem veldur því að hitastig jarðar hækkar með hættulegum afleiðingum fyrir allt lífríki og öll lönd í heiminum, líka Ísland. Carbfix stefnir einmitt að því að dæla niður CO2 sem verður fangað frá iðnaði hérlendis í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var 2019 af fulltrúum ríkisstjórnarinnar, iðnaðarins og Orkuveitunnar. Carbfix gerði einnig viljayfirlýsingu árið 2022 við Rio Tinto um samvinnu við að draga úr losun frá álverinu í Straumsvík sem og við Elkem á Grundartanga árið 2024. Carbfix sér fyrir sér að innviðir til niðurdælingar verði tilbúnir þegar föngun CO2 frá innlendri stóriðju verður klár. Ekki drykkjarhæft vatn Bent hefur verið á að í Coda Terminal þurfi töluvert magn af vatni. Það er rétt, en mikilvægt er að hafa í huga að áætlanir Carbfix ganga út á að vatnið verði hvorki tekið úr vatnsbólum né aðrennslissvæðum vatnsbóla. Hugmyndin er að vatnið verði tekið úr öflugum ferskvatnsstraumi á iðnaðarsvæði sem rennur til sjávar við Straumsvík. Ólíkt hefðbundinni vatnstöku er gert ráð fyrir að vatnið verði ekki tekið út úr grunnvatnskerfinu, heldur sé það fengið að láni sem flutningsmiðill fyrir CO2 og því síðan skilað aftur ofan í jörðina, á sama svæði en meira dýpi. Vatnið sem Carbfix reiknar með að nota kemur ekki til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni vegna þeirrar iðnaðarstarfsemi sem fyrir er á svæðinu. Nýting glatvarma Þá er mikilvægt að hafa í huga að gert er ráð fyrir að Coda Terminal verði gangsett í áföngum. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir raforkuþörf allt að 4 megavöttum og í fullri stærð er gert ráð fyrir raforkuþörf allt að 16,5 megavött.. Árið 2022 var meðalafl raforkuvirkjana á Íslandi 2.297 megavött (uppsett afl var 2.936 MWe en virkjanir eru ekki keyrðar á fullum afköstum). Í fullum afköstum er því gert ráð fyrir að Coda Terminal muni nota allt að 0,72% af meðalafli ársins 2022. Þá er gert ráð fyrir að Coda Terminal muni einnig nota varmaorku í sinni vinnslu og til að byrja með sé sú orka fengin úr dreifikerfi Veitna ohf. Carbfix er að skoða aðrar lausnir við varmaorkuöflun, t.a.m. glatvarma frá nálægum iðnaði. Samkvæmt raforkulögum nota stórnotendur yfir 80 GWh á ári. Ef af verður mun raforkunotkun Coda Terminal verða allt að 65,7 GWh í öðrum áfanga og allt að 97,2 GWh í þriðja áfanga. Samkvæmt þessu yrði Coda Terminal skilgreint sem stórnotandi þegar þriðja áfanga verkefnisins yrði náð. Í þeim áfanga myndi Carbfix nota allt að 0,5 % af uppsettu afli ársins 2022. Þess ber að geta að samráð hefur verið haft við Landsnet vegna hugsanlegrar raforkunotkunar Coda Terminal. Engin hljóðmengun Gert er ráð fyrir að niðurdæling koldíoxíðs sé staðsett á eða í nálægð við iðnaðar- og athafnasvæði sem og landnotkun á borð við efnistöku, akstursíþróttasvæði og flutningsmannvirki raforku. Samkvæmt skipulagslögum er íbúabyggð óheimil á iðnaðarsvæðum. Niðurdæling koldíoxíðs færi fram á iðnaðarlóðum, en gert er ráð fyrir allt að átta niðurdælingarholum á allt að tíu lóðum. Hugsunin er að niðurdælingarholum sé safnað saman á færri lóðir og því yrði fótspor á yfirborði ekki stórt. Hér má sjá hvernig innviðir Coda Terminal gætu litið út. Til þess að setja þetta í samhengi þá er gert ráð fyrir að niðurdælingarholur séu fyrst boraðar beint á um 300 metra dýpi eða sem nemur um fjórum Hallgrímskirkjuturnum áður en þær eru stefnuboraðar á allt að 1000 m dýpi. Engin hljóðmengun fylgir niðurdælingunni. Þá má benda á að borholur eru mjög víða inni í miðri íbúabyggð í borgarumhverfinu, meðal annars eru yfir 50 jarðhitaholur í Laugardalnum og yfir 70 í Reykjahverfinu í Mosfellsbæ. Í flestum tilvikum verða íbúar ekki varir við tilvist þessara borhola. Samsetning niðurdælingarstraums í borholum verður um 96-97% vatn og 3-4% koldíoxíð og má því draga lærdóm af dælingu á vatni annars staðar frá. Aldrei valdið jarðskjálftum Einnig er mikilvægt að hafa í huga að á Íslandi liggur áratuga reynsla af grunnri niðurdælingu á vatni í miklu magni. Grunn niðurdæling er til að mynda stunduð á Nesjavöllum og ólíkt Hellisheiði, hinum megin Hengilsins, hefur grunn niðurdæling aldrei valdið jarðskjálftum þar. Raunar hefur grunn niðurdæling á vatni hvergi á Íslandi valdið jarðskjálftum, enda er jarðskorpan í efstu 1000 metrunum svo mjúk að hún nær ekki að byggja upp spennu sem getur valdið jarðskjálftum. Örvuð skjálftavirkni vegna djúprar niðurdælingar á vatni á Hellisheiði er undantekningin en ekki öfugt. Niðurdæling frá Coda Terminal felur ekki í sér hávaða, loft- eða lyktarmengun og ætti fjarlægð frá íbúabyggð síst að valda meira ónæði en önnur starfsemi sem fyrir er og nú er heimiluð á iðnaðarsvæðum. Þá er vert að geta þess að almenningi mun ekki stafa nein hætta af fyrirhuguðum niðurdælingarholum Coda Terminal og er gert ráð fyrir vöktunarkerfi sem mun fylgjast með ástandi kerfa í rauntíma. Magn CO2 í lögnum myndi vera um það bil 3-4 sinnum minna en það CO2 sem losnar frá fólksbílum í umferð í póstnúmeri 221 á degi hverjum. „Losarar“ uppfylli skilyrði Carbfix tekur á móti CO2 frá iðnaðarferlum sem eiga þess ekki kost að útrýma losun sinni á CO2 með orkuskiptum þar sem CO2 losun verður til við framleiðsluna sjálfa en ekki vegna orkunnar sem er nýtt til hennar, svo sem framleiðsla á sementi, áburði og stáli. Með öðrum orðum iðnaðarferlum sem í dag er notuð í flest alla mannvirkjagerð og matvælaframleiðslu og við reiðum okkur flest á í miklum mæli. Með því að dæla þessu CO2 í jarðlög er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslag. Mörg verkefni sem snúa að föngun CO2 eru með styrk frá Nýsköpunarsjóðnum sem er gæðastimpill, en að sjálfsögðu þurfa þessir „losarar“ að uppfylla skilyrði sem snúa að ábyrgri nálgun í umhverfismálum, samfélagslegum þáttum og stjórnarháttum (ESG) og byggja á bestu viðmiðum. Það má geta þess að árið 2022 voru flutt inn hingað til lands 206 þúsund tonn af sementi en framleiðsla þess leiddi til losunar á u.þ.b. 470 þúsund tonnum af CO2 utan Íslands. Stöðug upplýsingagjöf frá árinu 2021 Carbfix hefur staðið fyrir samráðsfundum í streymi og í sal frá árinu 2021, m.a. í Bæjarbíói í maí 2023 og að Ásvöllum í maí sl. Upptökur af þessum fundum eru aðgengilegir öllum á vefsíðu Coda Terminal. Við settum í loftið sérstaka heimasíða um Coda Terminal verkefnið árið 2021 og þar getur fólk nálgast allar frekari upplýsingar um verkefnið ásamt „spurt og svarað“. Þá hefur Carbfix sett á laggirnar hagsmunaráð Coda Terminal en megin tilgangur þess er að skapa vettvang umræðna milli hagaðila í samfélaginu um uppbyggingu Coda Terminal. Hér má nálgast allar fundargerðir hagsmunaráðsins. Þá hafa verið keyptar auglýsingar í bæjarblöð í Hafnarfirði til að efla vitund íbúa og greinar hafa birst á Vísi, í Morgunblaðinu, í Viðskiptablaðinu og í Fjarðarfréttum. Þá var stofnuð sérstök upplýsingasíða Coda Terminal á Facebook. Við höfum framleitt kynningarmyndbönd sem sýnd voru á RÚV og KrakkaRÚV. Fjölmargir upplýsingapóstar hafa verið birtir um verkefnið á samfélagsmiðlum og við höfum boðið hagaðilum að skoða starfstöðvar Carbfix á Hellisheiði. Þá höfum við útbúið sérstaka heimasíðu til að einfalda þær upplýsingar sem liggja fyrir í Umhverfismatsskýrslu Coda Terminal og hægt er að kynna sér hér. Hluti nýrrar hafnar hugsaður fyrir Coda Terminal Þá hefur í umræðunni verið rætt um kostnað við hafnarframkvæmdir í Straumsvík og tölur á bilinu 9 til 15 milljarðar króna verði nefndar. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að upplegg hafnaryfirvalda í Hafnarfirði er að byggja þrjá hafnarkanta, en þar af er aðeins einn þeirra hugsaður fyrir Coda Terminal. Hinir tveir hafnarkantarnir yrðu þá til taks fyrir annars konar iðnað og fyrirtæki. Carbfix hefur eðli málsins samkvæmt ekki nákvæmar upplýsingar um hvað Hafnarfjörður og Hafnarfjarðarhöfn hafa í hyggju á tveimur af þessum þremur hafnarköntum en þó er ljóst að eftirspurn virðist vera umtalsverð enda hefur fjöldi fyrirtækja haft beint samband við Carbfix og lýst yfir áhuga á því að samnýta hafnaraðstöðuna. Þá liggur fyrir að nýr vegur undir Reykjanesbraut, með beinan aðgang að núverandi iðnaðarsvæði, myndi klárlega nýtast Hafnfirðingum þar sem umferð um nýja höfn mun þá ekki lengur fara í gegnum íbúahverfi heldur eingöngu skipulagt iðnaðarsvæði. Mikilvægt er að hafa í huga að það er ekki tjaldað til einnar nætur með Coda Terminal loftslagsverkefninu heldur gengur það út á langtíma samninga við ábyrg alþjóðleg stórfyrirtæki innan geira sem geta ekki nýtt orkuskipti til að draga úr sinni losun. Þessir samningar myndu tryggja tekjur Coda Terminal sem og gjöld til hafnaryfirvalda og Hafnarfjarðar. Auk þess er gert ráð fyrir fjölda starfa og afleiddra starfa í tengslum við hugsanlega starfsemi Carbfix í Straumsvík. Nauðsynlegur hluti lausnarinnar Því hefur verið haldið á lofti að Carbfix tæknin sé neðanmálsgrein í loftslagsmálum og mikilvægara sé að horfa á aðra hluti. Það er mikilvægt að hafa í huga að við þurfum að beita öllum lausnum í baráttu okkar við loftslagsvandann. Þar erum við að tala um endurheimt votlendis, skógrækt, full orkuskipti auk breyttra neysluhátta svo eitthvað sé nefnt. Það er hinsvegar ljóst að föngun og geymsla koldoxíðs kemur til viðbótar við ofangreint og þá sérstaklega frá iðnaðarframleiðslu þar sem útblástur koldíoxíðs verður til við framleiðsluna sjálfa en ekki vegna orkunnar sem er nýtt til hennar. Þeim útblæstri verður ekki útrýmt með orkuskiptum.Líkt og nefnt er hér að ofan á þetta t.a.m. við um framleiðslu á borð við sement, áburð, ál og stál sem í dag er notuð í flest alla mannvirkjagerð og matvælaframleiðslu og við reiðum okkur á í miklum mæli. Carbfix-tæknin skiptir því gríðarlega miklu máli í stóra samhenginu. Sem dæmi þá er samkvæmt IPCC (Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál) engin sviðsmynd þar sem markmiðum Parísaráttmálans er náð án þess að nýta föngun og bindingu koldíoxíðs á stórum skala. Með því að fanga CO2 beint úr vinnslurás iðnaðarferlanna sem vísað var til hér að ofan og dæla því niður til varanlegrar geymslu er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Þetta er ekki mögulegt með landgræðslu, skógrækt eða orkuskiptum. Engir jarðskjálftar Því hefur verið haldið fram að veruleg hætta sé á jarðskjálftum í tengslum við Coda Terminal. Þetta er alrangt og hefur okkar fremsta jarðvísindafólk sem betur fer stigið fram og útskýrt hvers vegna. Hér koma nokkrir punktar í tengslum við þetta. Í umhverfismatsskýrslunni um Coda Terminal kemur fram að það sé „óveruleg hætta á finnanlegri skjálftavirkni”. Ástæða þess að þetta er orðað með þessum hætti er að þetta er lægsta mögulega stig í reglugerð Orkustofnunar sem Carbfix fylgir og segir til um líkur á skjálftum. Svæðið í Straumsvík er óvirkt svæði; engir skjálftar hafa átt upptök sín þar síðan mælingar hófust auk þess sem engar sprungur eru kortlagðar á yfirborði. Ef skoðuð er 29 ára mælasería yfir jarðskjálfta, sem Veðurstofan hefur veg og vanda að, má sjá að áhrifasvæði Coda Terminal er nær algerlega hljótt, ef undan eru taldir atburðir sem tengjast sprengingum við jarðvegsframkvæmdir, til að mynda vegna stækkunar Reykjanesbrautar. Þar að auki er gert ráð fyrir að dælt verði í borholur sem eru grynnri en 1000 m – en niðurdæling í borholur sem eru grynnri en 1500 m hefur aldrei valdið örvaðri jarðskjálftavirkni hér á landi. Ástæða þess er að efstu 1-2 km jarðskorpunnar á svæðinu geta ekki byggt upp spennu sem veldur skjálftum. Jarðskjálftar hafa orðið í tengslum við djúpa niðurdælingu (meira en 1500 m dýpi) í jarðhitakerfi – en slík niðurdæling getur losað um náttúrulega spennu í jarðskorpunni sem byggst hefur upp vegna jarðhreyfinga, enda er þá dælt í sprungur í jarðlagastaflanum. Jarðskjálftavirkni hefur hinsvegar líkt og fyrr segir, aldrei mælst við grunna niðurdælingu á Íslandi. Í efstu 800-1000 m jarðlagastaflans flæðir vatn fyrst og fremst um jarðlagamót milli hraunlaga og móbergseininga. Jarðskjálftamælar hafa þegar verið settir upp á svæðinu og eru allar jarðskjálftamælingar aðgengilegar í rauntíma. Dæluprófanir hafa verið framkvæmdar í tengslum við rannsóknarboranir í Straumsvík og sýndu mælingar ekki fram á neina örvaða jarðskjálftavirkni, hvorki á meðan verið var að dæla niður vatni, né eftir að því var hætt. Carbfix hefur mikla reynslu af því að dæla niður CO2 við sambærilegar aðstæður og gert er ráð fyrir í sérhverri niðurdælingarholu Coda Terminal, en holurnar verði einfaldlega fleiri. Við slíkar aðstæður hefur aldrei mælst jarðskjálfti, þrátt fyrir þéttriðið jarðskjálftamælanet. Alls ekki tilraunaverkefni Coda Terminal er ekki tilraunaverkefni og hefur ekki verið kynnt sem slíkt, enda styrkir Nýsköpunarsjóður Evrópusambandsins ekki verkefni á tilraunastigi en Coda Terminal er einmitt styrkt af þeim sjóði. Carbfix hefur dælt niður CO2 á Hellisheiði frá 2011 og rekið niðurdælingarkerfi sem hluta af rekstri Hellisheiðarvirkunar frá árinu 2014. Carbfix rekur í dag fimm niðurdælingarkerfi á Íslandi og unnið er að uppskölun, m.a. á niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjun og Mammoth lofthreinsiveri Climeworks sem tók til starfa sl. vor auk verkefnaþróunar erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada og á Ítalíu. Ómissandi lausn Reglugerð um geymslu koldíoxíðs í jörðu (nr. 1430/2022) á sér stoð í evróputilskipun sama efnis (Evróputilskipun 2009/31/EC) og snýr að öllum sambærilegum verkefnum sem fela í sér niðurdælingu og geymslu á koldíoxíði óháð staðsetningu. Ekki þarf að leita lengra en í greinargerð með frumvarpi til laga á Alþingi um niðudælingu koldíoxíðs þar sem fram kemur í inngangi að ”Með innleiðingunni nú er verið að heimila varanlega geymslu koldíoxíðs í jarðlögum og skapa þar með tækifæri fyrir rekstraraðila með losunarheimildir, sem standa innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins, til að fá niðurdælingu á koldíoxíði dregna frá í losunarbókhaldi sínu sem heimila geymslu koldíoxíðs. Jafnframt munu aðilar hér á landi, sem standa utan viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir, fá tækifæri til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og varanlegrar geymslu í jörðu hérlendis.” Af þessu orðalagi má sjá að innleiðingin styður ekki síst við þá starfsemi sem fyrirhuguð er í Coda Terminal. Niðurdæling á Hellisheiði hefur verið starfrækt á iðnaðarskala frá 2014 þar sem koldíoxíð fangað beint úr vinnslurás virkjunarinnar (ekki úr andrúmslofti) hefur verið dælt niður í jarðhitageyminn. Að auki hefur Carbfix dælt niður koldíoxíði sem fangað hefur verið beint úr andrúmslofti frá árinu 2017. Þá er föngun og binding CO2 (e. carbon capture and storage, CCS) hluti af lausnamenginu sem dregið er fram í skýrslu IPCC. Föngun og binding CO2 er skilgreind sem ómissandi lausn (e. critical mitigation option) í orkugeiranum, sementsframleiðslu, og efnaiðnaði samkvæmt skýrslu IPCC. Einnig kemur fram að núverandi hagnýting föngunar og bindingar á heimsvísu sé langt undir því sem þyrfti samkvæmt þeim sviðsmyndum sem takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C eða 2,0°C árið 2100. Þá skal það tekið fram að verkefnið gengur að sjálfsögðu út á það að starfsemin skili hagnaði. Hinsvegar er megin tilgangurinn, og það hefur verið drifkraftur Carbfix frá upphafi, að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslagið með því að byggja upp, bæði hér á landi og erlendis, örugga, margsannaða og þrautreynda tækni sem Carbfix hefur þróað til að binda CO2 í stein. Hefur ekkert með olíu- og gasiðnað að gera Coda Terminal hefur verið líkt við aðferð sem kölluð er „fracking“. Niðurdæling á CO2 uppleystu í vatni á ekkert skylt við „fracking“, sem er aðferð sem nýtt er í tengslum við olíu- og gasiðnaðinn sem bæði hefur valdið jarðskjálftum og mengun í grunnvatnsbólum, t.d. í Bandaríkjunum. Þá er byggður upp gríðarlegur vökvaþrýstingur í borholum í þéttum setlögum, sem er svo mikill að bergið hreinlega brotnar. Niðurdæling Coda Terminal í gljúp basaltjarðlög í Straumsvík yrði aftur á móti rekin á mjög lágum þrýsting, enda er hraunlagastaflinn mjög lekur og tekur vel við niðurdælingarvatninu. Að lokum viljum við hjá Carbfix leggja áherslu á að Carbfix-tækin er ekki hugmynd heldur marg vottuð og sannreynd aðferð. Yfir 99% af öllu kolefni á jörðu er bundið í bergi og byggir Carbfix tæknin á sömu ferlum og veðrun bergs í kolefnishringrásinni – hringrás sem hefur verið raskað vegna mikillar losunar á CO2, fyrst og fremst vegna bruna á jarðefnaeldsneyti, sem hefur aukið styrk CO2 í lofthjúpnum á áður óþekktum hraða með gríðarlegum afleiðingum fyrir loftslagið. Við vonumst til þess að þessi snarpa yfirferð varpi frekara ljósi á verkefnið og hvetjum við fólk til að nálgast upplýsingar á heimasíðu okkar. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar