„Rasísk“ ummæli foreldrafulltrúa vekja reiði íbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 15:07 Móttökustöðin umdeilda veðrur starfræktur í Breiðagerðisskóla. vísir Til stendur að starfrækja móttökuúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Fulltrúi foreldra í skólaráði telur úrræðið slæmt fyrir börn í skólanum, sem eigi ekki „blandast“ með börnum í neyð. Aðrir íbúar hneykslast á þessum ummælum foreldrafulltrúans. Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira
Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira