Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2024 21:42 Guðlaugur Ingi Sigurðsson, flugstjóri á Boeing 747-vél Air Atlanta, á flugvellinum í Jedda. Egill Aðalsteinsson Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá eina af breiðþotum Air Atlanta lenda á flugvellinum í Jedda eftir að hafa skilað pílagrímum heim til Indónesíu. Önnur áhöfn var að leggja upp í nærri níu tíma flug á annarri þotu með pílagríma, einnig til Indónesíu. Þotur Atlanta eru allar merktar Saudia Airlines, kaupanda þjónustunnar. Það er krefjandi fyrir flugstjórann Guðlaug Inga Sigurðsson að ferðast yfir öll tímabeltin, fyrst frá Íslandi til Sádí-Arabíu og síðan enn lengra til Indónesíu. Við hittum hann á flugvellinum klukkan fimm að morgni að staðartíma en þá var klukkan á Íslandi tvö eftir miðnætti. Boeing 747-400 þota Air Atlanta framan við pílagrímaflugstöðina í Jedda.KMU „Þannig að maður er vakinn svona rétt um miðnætti að íslenskum tíma. Þannig að aðalmálið er bara hreinlega að reyna að hvíla sig fyrir flug,” segir Guðlaugur. Pílagrímaflugið þetta árið hófst þann 10. maí. Þetta er tíu vikna törn, því lýkur 23. júlí. Flugið er tvískipt. Fyrri hlutinn felst í að flytja múslima víðs vegar að úr heiminum til Sádí-Arabíu. Seinni hlutinn, eftir að þeir hafa heimsótt Mekka og aðra helga staði, felst í að flytja þá aftur heim. Einar Blandon er sviðsstjóri flugrekstrar Air Atlanta. Breiðþotur félagsins taka á bilinu 450 til 500 manns í sæti.Egill Aðalsteinsson Einar Blandon heldur utan um flugrekstur Atlanta í Sádí-Arabíu. „Ég myndi segja að verkefni fyrir Saudia Airlines hafi í gegnum tíðina verið svona kjölfestan í verkefnum Air Atlanta og verið alltaf svona rauði þráðurinn í okkar starfsemi,” segir Einar sem er sviðsstjóri flugrekstrar Atlanta. Farþegahópurinn hjá Guðlaugi flugstjóra telur að þessu sinni 449 pílagríma. Margir eru aldraðir og veikburða og því reynir mikið á flugliðana um borð. Einar Sebastian Ólafsson er yfirflugþjónn um borð í flugvélum Air Atlanta. Áhafnir búa í afgirtu þorpi í Jedda sem er nánast eingöngu fyrir starfsmenn félagsins. Þar hafa þeir séríbúðir, íþróttaaðstöðu og notalegar sundlaugar.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru tíu tíma flug, til dæmis héðan til Indónesíu. Og það er ýmislegt sem skeður á leiðinni og ekki allt skemmtilegt. Eins og – við höfum upplifað farþega sem deyja, til dæmis,” segir Einar Sebastian Ólafsson, yfirflugþjónn hjá Air Atlanta. Og það er krefjandi fyrir íslensku flugvirkjana að vinna í þessum mikla hita. -Eins og í dag. Það er 43 til 44 stiga hiti. Hvernig vinnuaðstæður eru þetta? „Þetta getur verið mjög erfitt,” svarar Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirki Air Atlanta í Sádí-Arabíu. Rafn Þór Rafnsson yfirflugvirki stýrir viðhaldsstöð Air Atlanta á flugvellinum í Jedda.Egill Aðalsteinsson „Mjög erfitt, sérstaklega ef við förum í mótorskipti eða einhver svona stærri eða erfiðari verkefni. En þetta bara venst. Þetta venst eins og allt annað, mundi ég segja,” svarar flugvirkinn. Einar Blandon áætlar að Air Atlanta muni í þessari törn flytja 65 þúsund pílagríma í 140 ferðum en félagið er með tvær Boeing 747 og fjórar Boeing 777 í farþegaflutningunum. „Vélarnar eru núna að fljúga hérna allt árið um kring. Þannig að þegar pílagrímaflugið er búið þá halda þessar vélar áfram að fljúga bara venjuleg áætlunarflug fyrir Saudia,” segir Einar. Pílagrímar frá Indónesíu á leið í flug eftir að hafa heimsótt Mekka og aðra helga staði Islam.Egill Aðalsteinsson En það er ekki aðeins að þetta sé stórt fyrir Air Atlanta. Pílagrímaflugið er án efa með stærstu verkefnum sem íslensk fyrirtæki sinna yfir höfuð á erlendum vettvangi. Íslendingar eru þó í miklum minnihluta í fjölþjóðlegum hópi starfsmanna sem sinnir verkefnum í Sádí-Arabíu. „Núna, eins og staðan er í dag, þá erum við með hérna um og í kringum sexhundruð manns. Ég held að við séum með 450 flugfreyjur, ætli það séu ekki rétt um 80 til 100 flugmenn, flugvirkjar eru 40 til 50, og svo operations. Já, svona um eða í kringum sexhundruð manns,” segir Einar Blandon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Air Atlanta Sádi-Arabía Trúmál Indónesía Kópavogur Boeing Tengdar fréttir Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá eina af breiðþotum Air Atlanta lenda á flugvellinum í Jedda eftir að hafa skilað pílagrímum heim til Indónesíu. Önnur áhöfn var að leggja upp í nærri níu tíma flug á annarri þotu með pílagríma, einnig til Indónesíu. Þotur Atlanta eru allar merktar Saudia Airlines, kaupanda þjónustunnar. Það er krefjandi fyrir flugstjórann Guðlaug Inga Sigurðsson að ferðast yfir öll tímabeltin, fyrst frá Íslandi til Sádí-Arabíu og síðan enn lengra til Indónesíu. Við hittum hann á flugvellinum klukkan fimm að morgni að staðartíma en þá var klukkan á Íslandi tvö eftir miðnætti. Boeing 747-400 þota Air Atlanta framan við pílagrímaflugstöðina í Jedda.KMU „Þannig að maður er vakinn svona rétt um miðnætti að íslenskum tíma. Þannig að aðalmálið er bara hreinlega að reyna að hvíla sig fyrir flug,” segir Guðlaugur. Pílagrímaflugið þetta árið hófst þann 10. maí. Þetta er tíu vikna törn, því lýkur 23. júlí. Flugið er tvískipt. Fyrri hlutinn felst í að flytja múslima víðs vegar að úr heiminum til Sádí-Arabíu. Seinni hlutinn, eftir að þeir hafa heimsótt Mekka og aðra helga staði, felst í að flytja þá aftur heim. Einar Blandon er sviðsstjóri flugrekstrar Air Atlanta. Breiðþotur félagsins taka á bilinu 450 til 500 manns í sæti.Egill Aðalsteinsson Einar Blandon heldur utan um flugrekstur Atlanta í Sádí-Arabíu. „Ég myndi segja að verkefni fyrir Saudia Airlines hafi í gegnum tíðina verið svona kjölfestan í verkefnum Air Atlanta og verið alltaf svona rauði þráðurinn í okkar starfsemi,” segir Einar sem er sviðsstjóri flugrekstrar Atlanta. Farþegahópurinn hjá Guðlaugi flugstjóra telur að þessu sinni 449 pílagríma. Margir eru aldraðir og veikburða og því reynir mikið á flugliðana um borð. Einar Sebastian Ólafsson er yfirflugþjónn um borð í flugvélum Air Atlanta. Áhafnir búa í afgirtu þorpi í Jedda sem er nánast eingöngu fyrir starfsmenn félagsins. Þar hafa þeir séríbúðir, íþróttaaðstöðu og notalegar sundlaugar.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru tíu tíma flug, til dæmis héðan til Indónesíu. Og það er ýmislegt sem skeður á leiðinni og ekki allt skemmtilegt. Eins og – við höfum upplifað farþega sem deyja, til dæmis,” segir Einar Sebastian Ólafsson, yfirflugþjónn hjá Air Atlanta. Og það er krefjandi fyrir íslensku flugvirkjana að vinna í þessum mikla hita. -Eins og í dag. Það er 43 til 44 stiga hiti. Hvernig vinnuaðstæður eru þetta? „Þetta getur verið mjög erfitt,” svarar Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirki Air Atlanta í Sádí-Arabíu. Rafn Þór Rafnsson yfirflugvirki stýrir viðhaldsstöð Air Atlanta á flugvellinum í Jedda.Egill Aðalsteinsson „Mjög erfitt, sérstaklega ef við förum í mótorskipti eða einhver svona stærri eða erfiðari verkefni. En þetta bara venst. Þetta venst eins og allt annað, mundi ég segja,” svarar flugvirkinn. Einar Blandon áætlar að Air Atlanta muni í þessari törn flytja 65 þúsund pílagríma í 140 ferðum en félagið er með tvær Boeing 747 og fjórar Boeing 777 í farþegaflutningunum. „Vélarnar eru núna að fljúga hérna allt árið um kring. Þannig að þegar pílagrímaflugið er búið þá halda þessar vélar áfram að fljúga bara venjuleg áætlunarflug fyrir Saudia,” segir Einar. Pílagrímar frá Indónesíu á leið í flug eftir að hafa heimsótt Mekka og aðra helga staði Islam.Egill Aðalsteinsson En það er ekki aðeins að þetta sé stórt fyrir Air Atlanta. Pílagrímaflugið er án efa með stærstu verkefnum sem íslensk fyrirtæki sinna yfir höfuð á erlendum vettvangi. Íslendingar eru þó í miklum minnihluta í fjölþjóðlegum hópi starfsmanna sem sinnir verkefnum í Sádí-Arabíu. „Núna, eins og staðan er í dag, þá erum við með hérna um og í kringum sexhundruð manns. Ég held að við séum með 450 flugfreyjur, ætli það séu ekki rétt um 80 til 100 flugmenn, flugvirkjar eru 40 til 50, og svo operations. Já, svona um eða í kringum sexhundruð manns,” segir Einar Blandon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Air Atlanta Sádi-Arabía Trúmál Indónesía Kópavogur Boeing Tengdar fréttir Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55
Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03