Íslenski boltinn

Berg­þóra Sól kemur heim úr at­vinnu­mennsku og fer í Víking

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bergþóra skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2025. Hér er hún ásamt þjálfurum liðsins, Kristóferi Sigurgeirssyni og John Andrews. 
Bergþóra skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2025. Hér er hún ásamt þjálfurum liðsins, Kristóferi Sigurgeirssyni og John Andrews.  ws.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er snúin heim úr atvinnumennsku og genginn til liðs við Víking. Hún kemur til félagsins frá sænska úrvalsdeildarliðinu KIF Örebro.

Bergþóra er uppalin hjá Breiðablik, spilaði með meistaraflokki félagsins frá 2019-23 og á að baki 50 leiki í deild og bikar. 

Hún gekk til liðs við sænsku félagið KIF Örebro á síðasta ári og kom við sögu í 15 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni.

Hún á einnig að baki samtals 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands. 

„Bergþóra er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem við teljum að muni smella vel inn í liðið okkar. Hún er að koma heim frá Svíþjóð reynslunni ríkari, tilbúin í slaginn með okkur framundan í Bestu deildinni.“

- John Andrews, þjálfari Víkings. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×