Skipstjórinn dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 11:08 Skipverjarnir tveir Eduard Dektyarev og Alexander Vasilyev ásamt verjanda annars þeirra Halldóru Aðalsteinsdóttur. Vísir/Ívar Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að skilja skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður. Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður.
Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira