Innlent

Laxinn bók­staf­lega gusast upp í Elliða­árnar

Jakob Bjarnar skrifar
Þessi lax, ásamt fjölda bræðra sinna og systra, tók strauið upp Elliðaárnar í dag.
Þessi lax, ásamt fjölda bræðra sinna og systra, tók strauið upp Elliðaárnar í dag.

Svavar Hávarðsson blaðamaður og kunnur veiðimaður var að fylgjast með löxum sem ganga upp Elliðaárnar og rak upp stór augu.

„Þessi ganga sem er að ryðjast upp í Elliðaárnar núna fer sennilega í sögubækurnar – 226 laxar í gegnum teljara frá miðnætti þegar þetta er skrifað klukkan 14:56. Með ólíkindum,“ skrifar Svavar og birtir myndbandsupptöku af því þegar laxinn ryðst í gegnum göng þar sem búið er að koma fyrir tökuvél.

Hér má sjá þrjá laxa troða sér í gegnum teljarann. Þessi mynd er frá 2022 og eru þessir laxar merktir.Jóhannes sturlaugsson

Árni Kristinn Skúlason hjá Stangveiðifélaginu segir þetta magnað.

„Já! Þetta er mjög öflug ganga. Ég veit ekki alveg hvernig þetta er í samanburði við síðustu ár en þetta er hörku hörku ganga. það eru komnir yfir þúsund fiskar í gegnum teljarann, frá í vor.“

Spurður hvort það stefndi í metár í laxveiðinni þetta árið taldi Árni Kristinn blaðamann vera kominn heldur betur fram úr sér. „En þetta byrjar vel, þetta sumar.“

Fyr­ir­tækið Laxfiskar gegnir rann­sókn­um á lífs­hátt­um ís­lenskra ferskvatns­fiska, þar á meðal í Elliðaán­um og held­ur þar meðal ann­ars utan um fiski­telj­ara. Teljarinn er staðsettur á móts við gömlu rafstöðina.

Lax



Fleiri fréttir

Sjá meira


×