„Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:17 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrsta mark íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. „Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Mourinho var bara að segja brandara Stelpurnar okkar hita upp fyrir EM með leik á Spáni við Dani Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Sjá meira
„Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Tottenham henti Man City úr keppni Enski boltinn Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Sport Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Handbolti Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Enski boltinn Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Enski boltinn Súperstjarnan braut reglur með því að lýsa yfir stuðningi við Trump í beinni Sport Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Enski boltinn Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Fótbolti Fleiri fréttir Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfti að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Eins og að halda Óskarsverðlaunin með enga konu í salnum Mourinho var bara að segja brandara Stelpurnar okkar hita upp fyrir EM með leik á Spáni við Dani Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Sjá meira