Samkomulag er í höfn milli Alþjóðaólympíusambandsins (IOC) og Ólympíusambands Sádi-Arabíu (NOC) en beðið er eftir samþykki framkvæmdastjórnar, sem mun funda þann 25. júlí, daginn áður en Ólympíuleikarnir í París verða settir.
Samstarfið gildir til næstu tólf ára, og greint er frá því að Ólympíuleikar í rafíþróttum verði haldnir „reglulega“ en ekki kemur fram hvort fjögurra ára reglunni verði fylgt eftir.
The IOC has partnered with the National Olympic Committee of Saudi Arabia to host the inaugural Olympic Esports Games 2025 in the Kingdom of Saudi Arabia.
— IOC MEDIA (@iocmedia) July 12, 2024
This follows the IOC’s recent announcement to establish the Olympic Esports Games.
More: https://t.co/by155ZBxfn pic.twitter.com/l7GimbPzZj
Vinna við skipulagningu og undirbúning viðburðarins á næsta ári mun hefjast þegar í stað, sem gefur í skyn að samböndin séu nokkuð viss um samþykki framkvæmdastjórnar.
„Með samkomulaginu við NOC í Sádi-Arabíu fulltryggjum við að Ólympíuandinn verði í hávegum hafður, þá sérstaklega þegar litið er til fjölbreytni í leikjavali, jafnrétti kynjanna og áherslu á unga fólkið,“ sagði Thomas Bach, forseti IOC.