Innlent

Bæjar­stjóri um Carbfix og vonskuveður um hásumar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12:00. vísir

Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið.

Gular viðvaranir eru í gildi á Vesturlandi vegna óvenju mikillar rigningar og hætta á aurskriðum og grjóthruni. Varasamt getur verið að draga eftirvagna á Norðurlandi vestra vegna hvassviðris.

Einn var handtekinn í heimahúsi í Hrísey í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á fimmtudag. Maðurinn er laus úr haldi. Hríseyjarhátíð fer fram um helgina.

Þá fjöllum við um lögreglumál í Danmörku þar sem Íslendingur kemur við sögu og skellum okkur á bæjarhátíð á Vopnafirði.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×