Norðurlandameistarnir fengu stóran skell í fyrsta leik EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 15:30 Almar Orri Atlason átti mjög erfiðan dag eins og fleiri í íslenska liðinu. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta fékk stóran skell í dag í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Gdynia í Póllandi. Litháen vann þá þrjátíu stiga sigur á Íslandi, 93-63, og skaut íslensku strákana heldur betur niður á jörðina eftir alla velgengnina á Norðurlandamótinu á dögunum. Íslenska liðið varð þá Norðurlandameistari en mætti núna einu besta liði Evrópu. Tómas Valur Þrastarson var stighæstur í íslenska liðinu með ellefu stig en Friðrik Leó Curtis skoraði tíu stig. Elías Bjarki Pálsson skoraði sjö stig og Hallgrímur Árni Þrastarson var með sex stig. Litháum tókst alveg að loka á Almar Orri Atlason og heildarskotnýting íslenska liðsins var aðeins 25 prósent (20 af 81). Almar klikkaði á tólf af þrettán skotum sínum í leiknum. Íslenska liðið var 4-2 yfir í upphafi leiks en fékk síðan á sig ellefu stig í röð og staðan var allt í einu orðin 13-4 fyrir Litháen. Litháarnir voru komnir með frumkvæðið og þeir voru tólf stigum yfir, 24-12, eftir fyrsta leikhlutann. Paulius Murauskas var íslensku strákunum erfiður og skoraði tíu stig á fyrstu sex mínútum leiksins. Hann endaði á því að skora 19 stig á 19 mínútum í leiknum. Stjarna íslenska liðsins, Almar Orri Atlason, klikkaði aftur á móti á öllum sex skotum sínum í fyrsta leikhlutanum en skotnýting íslenska liðsins í leikhlutanum var aðeins 18 prósent (4 af 23). Munurinn var orðinn 31 stig í hálfleik þegar staðan var 52-21 fyrir Litháen. Almar Orri var enn ekki búinn að hitta úr skoti (0 af 9) og var bara með eitt stig á sextán spiluðum mínútum í hálfleiknum. Tómas Valur Þrastarson skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum eða 11 af 21. Íslenska liðið náði örlítið að laga stöðuna í seinni hálfleik en ekki mikið og Litháarnir fögnuðu risasigri í fyrsta leik mósins. Það kemur dagur eftir þennan dag og nú þurfa íslensku strákarnir að rífa sig upp fyrir leik á móti Svartfellingum á morgun. Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Litháen vann þá þrjátíu stiga sigur á Íslandi, 93-63, og skaut íslensku strákana heldur betur niður á jörðina eftir alla velgengnina á Norðurlandamótinu á dögunum. Íslenska liðið varð þá Norðurlandameistari en mætti núna einu besta liði Evrópu. Tómas Valur Þrastarson var stighæstur í íslenska liðinu með ellefu stig en Friðrik Leó Curtis skoraði tíu stig. Elías Bjarki Pálsson skoraði sjö stig og Hallgrímur Árni Þrastarson var með sex stig. Litháum tókst alveg að loka á Almar Orri Atlason og heildarskotnýting íslenska liðsins var aðeins 25 prósent (20 af 81). Almar klikkaði á tólf af þrettán skotum sínum í leiknum. Íslenska liðið var 4-2 yfir í upphafi leiks en fékk síðan á sig ellefu stig í röð og staðan var allt í einu orðin 13-4 fyrir Litháen. Litháarnir voru komnir með frumkvæðið og þeir voru tólf stigum yfir, 24-12, eftir fyrsta leikhlutann. Paulius Murauskas var íslensku strákunum erfiður og skoraði tíu stig á fyrstu sex mínútum leiksins. Hann endaði á því að skora 19 stig á 19 mínútum í leiknum. Stjarna íslenska liðsins, Almar Orri Atlason, klikkaði aftur á móti á öllum sex skotum sínum í fyrsta leikhlutanum en skotnýting íslenska liðsins í leikhlutanum var aðeins 18 prósent (4 af 23). Munurinn var orðinn 31 stig í hálfleik þegar staðan var 52-21 fyrir Litháen. Almar Orri var enn ekki búinn að hitta úr skoti (0 af 9) og var bara með eitt stig á sextán spiluðum mínútum í hálfleiknum. Tómas Valur Þrastarson skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum eða 11 af 21. Íslenska liðið náði örlítið að laga stöðuna í seinni hálfleik en ekki mikið og Litháarnir fögnuðu risasigri í fyrsta leik mósins. Það kemur dagur eftir þennan dag og nú þurfa íslensku strákarnir að rífa sig upp fyrir leik á móti Svartfellingum á morgun.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli